Hugsaðu málið, Ögmundur Hjörtur Hjartarson skrifar 2. mars 2011 00:01 Í Fréttablaðinu 26. febrúar er haft eftir innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, að skipi Alþingi stjórnlagaráð gangi það gegn „dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar" til stjórnlagaþings 27. nóvember. Látum liggja milli hluta að Hæstiréttur dæmdi ekki kosningarnar ógildar; hið rétta er að stjórnvaldsnefnd skipuð hæstaréttardómurum ákvað að ógilda kosningarnar. En þetta veit ráðherrann auðvitað. Tíðindin eru að æðsti maður dómsmála í landinu heldur því fram að umrædd nefnd hafi með ákvörðun sinni bundið hendur Alþingis, og banni því með einhverjum hætti að skipa stjórnlaganefnd eða stjórnlagaráð. Þessi afstaða stríðir gegn almennum hugmyndum um þrískiptingu valds og stjórnskipun Íslands, og felur í sér að framkvæmdavaldið eða dómsvaldið, vilji menn halda því til streitu að Hæstiréttur hafi ógilt kosningarnar – gangi freklega inn á svið löggjafarvaldsins.Ákvörðuninni um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings hefur verið hlítt til fullnustu þannig að ekki verður gengið lengra. Er mögulegt að meining ráðherrans sé út af fyrir sig ekki sú að Alþingi geti ekki, ef það svo kýs, skipað í stjórnlagaráð, en að það gangi gegn ákvörðun hæstaréttardómaranna að skipa þau 25 sem náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum? Ef svo er, þá versnar enn í því. Ef löggjafanum er á annað borð frjálst að skipa fólk í stjórnlagaráð, þá bryti það gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum. Ekki aðeins væri það ólöglegt heldur ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Frambjóðendurnir 25 bera enga ábyrgð á þeim hnökrum sem voru á kosningunum til stjórnlagaþings. Þaðan af síður hefur ákvörðunin um að ógilda kosningarnar sett blett á trúverðugleika þeirra. Þau náðu kjöri í almennum kosningum sem enginn dregur í efa að hafi skilað réttri niðurstöðu og farið fram án þess að nokkur brögð væru í tafli. Með öðrum orðum, ef manna á stjórnlagaráð almennum borgurum, þá er lýðræðislegt, sanngjarnt og fullkomlega löglegt að í því sitji þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum 27. nóvember. Núverandi afstaða innanríkisráðherra er hins vegar ótæk. Ég skora á Ögmund að hugsa málið upp á nýtt. Hann getur í þessu efni óhræddur lagst á árar með þeim sem ætla að leggja grunn að heilbrigðara samfélagi á Íslandi. Í því felst engin vanvirðing við Hæstarétt. Fullyrðingar um slíkt eru rakalausar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 26. febrúar er haft eftir innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, að skipi Alþingi stjórnlagaráð gangi það gegn „dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar" til stjórnlagaþings 27. nóvember. Látum liggja milli hluta að Hæstiréttur dæmdi ekki kosningarnar ógildar; hið rétta er að stjórnvaldsnefnd skipuð hæstaréttardómurum ákvað að ógilda kosningarnar. En þetta veit ráðherrann auðvitað. Tíðindin eru að æðsti maður dómsmála í landinu heldur því fram að umrædd nefnd hafi með ákvörðun sinni bundið hendur Alþingis, og banni því með einhverjum hætti að skipa stjórnlaganefnd eða stjórnlagaráð. Þessi afstaða stríðir gegn almennum hugmyndum um þrískiptingu valds og stjórnskipun Íslands, og felur í sér að framkvæmdavaldið eða dómsvaldið, vilji menn halda því til streitu að Hæstiréttur hafi ógilt kosningarnar – gangi freklega inn á svið löggjafarvaldsins.Ákvörðuninni um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings hefur verið hlítt til fullnustu þannig að ekki verður gengið lengra. Er mögulegt að meining ráðherrans sé út af fyrir sig ekki sú að Alþingi geti ekki, ef það svo kýs, skipað í stjórnlagaráð, en að það gangi gegn ákvörðun hæstaréttardómaranna að skipa þau 25 sem náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum? Ef svo er, þá versnar enn í því. Ef löggjafanum er á annað borð frjálst að skipa fólk í stjórnlagaráð, þá bryti það gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum. Ekki aðeins væri það ólöglegt heldur ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Frambjóðendurnir 25 bera enga ábyrgð á þeim hnökrum sem voru á kosningunum til stjórnlagaþings. Þaðan af síður hefur ákvörðunin um að ógilda kosningarnar sett blett á trúverðugleika þeirra. Þau náðu kjöri í almennum kosningum sem enginn dregur í efa að hafi skilað réttri niðurstöðu og farið fram án þess að nokkur brögð væru í tafli. Með öðrum orðum, ef manna á stjórnlagaráð almennum borgurum, þá er lýðræðislegt, sanngjarnt og fullkomlega löglegt að í því sitji þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum 27. nóvember. Núverandi afstaða innanríkisráðherra er hins vegar ótæk. Ég skora á Ögmund að hugsa málið upp á nýtt. Hann getur í þessu efni óhræddur lagst á árar með þeim sem ætla að leggja grunn að heilbrigðara samfélagi á Íslandi. Í því felst engin vanvirðing við Hæstarétt. Fullyrðingar um slíkt eru rakalausar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun