Barcelona jók forskot sitt á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-1 heimasigri á Getafe. Forskot Barcelona er nú átta stig.
Dani Alves kom Börsungum yfir á 17. mínútu með svaðalegu þrumuskoti. Bojan Krkic bætti öðru marki við á 50. mínútu.
Manu minnkaði muninn á 88. mínútu og eftir það kom smá skrekkur í heimamenn og Getafe var ekki fjarri því að jafna.
Real Madrid getur minnkað forskotið í fimm stig á nýjan leik ef það leggur Atletico í borgarslag í kvöld.
Enn einn sigurinn hjá Barcelona
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
