Frakkinn Karim Benzema hefur leikið frábærlega að undanförnu og skoraði bæði mörk Real Madrid í sigri liðsins á Hercules í spænsku deildinni í kvöld, 2-0.
Benzema skoraði mörkin á 24. og 56. mínútu en hann hefur alls skorað níu mörk fyrir Real í deildinni í vetur og hafa átta þessara marka komið eftir áramót.
Real er með 70 stig í öðru sæti spænsku deildarinnar og er fjórum stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða á morgun gegn Sevilla á útivelli. Fyrr í dag gerðu Almeria og Atletico Madrid 2-2 jafntefli þar sem Sergio Agüero skoraði bæði mörk Madridinga.
Benzema með bæði mörkin í sigri Real Madrid
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


