Handbolti

Bjarni: Það verður erfitt fyrir liðin að koma norður

Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar
Bjarni Fritzson.
Bjarni Fritzson.
„Þetta er frábær tilfinning," sagði Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, eftir að liðið hafði tryggt sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyri vann HK í frábærum leik, 32-29, og eru því með 31 stig í efsta sæti N1-deildar karla.

 

„Við lékum alveg hrein frábærlega í fyrri hálfleik, en svo fara menn að reyna verja forskotið í þeim síðari og það gefur aldrei góðri lukku að stýra."

 

„Menn voru að spila hér í kvöld sem eru í raun meiddir og það hafði töluvert að segja í síðari hálfleiknum," sagði Bjarni.

 

„Við spilum alltaf eftir ákveðnu skipulagi og erum með virkilega agað lið, en þegar við förum úr því skipulagi þá fara hlutirnir að ganga illa."

 

„Þetta er þvílíkt mikilvægur titill fyrir okkur þar sem við erum með frábæran heimavöll og það verður erfitt fyrir lið að koma Norður,"sagði Bjarni Fritzson mjög svo sáttur eftir sigurinn í kvöld.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×