Möguleikar Íslands Heiðar Guðjónsson skrifar 22. mars 2011 06:00 Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíðina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félagsfræðinga, landafræðinga, veðurfræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hugmyndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörðinni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North" í þessum mánuði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóðavæðing, sókn í hrávörur og hlýnun jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnattræn hlýnun bæta stöðu landbúnaðar og auka flutning fólks norðurþegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikilvægari og „blátt gull" þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn samhliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleiðum 10 sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðarlegar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæðið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslendingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíðarsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúruauðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíðina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félagsfræðinga, landafræðinga, veðurfræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hugmyndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörðinni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North" í þessum mánuði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóðavæðing, sókn í hrávörur og hlýnun jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnattræn hlýnun bæta stöðu landbúnaðar og auka flutning fólks norðurþegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikilvægari og „blátt gull" þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn samhliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleiðum 10 sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðarlegar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæðið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslendingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíðarsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúruauðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar