Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu Tang Clan sem var frægasta hipphopp hljómsveit veraldar á tíunda áratugnum, hélt tónleika á Nasa á laugardagskvöldið en tónleikarnir voru hluti af Reykjavík Fashion Festival.
Meðfylgjandi má sjá myndir af tónleikunum og eftirpartý RFF á skemmtistaðnum Faktorý þar sem REYK VEEK, sem er hópur íslenskra plötusnúða og raftónlistarmanna, héldu eftirpartý.
Þarna hópuðust módelin, hönnuðirnir og pressan saman og hlustuðu á íslenska raftónlist eftir tískusýningarnar á laugardagskvöldinu.
