Real Madrid er talsvert orðað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana. John Terry var orðaður við Real í gær og í dag er því haldið fram að Real sé á eftir Nani, vængmanni Man. Utd.
Hermt er að Real ætli sér að bjóða Man. Utd 25 milljónir punda fyrir Portúgalann í sumar.´
Nani og Cristiano Ronaldo eru miklir vinir og Nani hefur blómstrað hjá Man. Utd eftir að vinur hans fór til Real.
United greiddi Sporting Lisbon 22 milljónir punda fyrir Nani á sínum tíma en leikmaðurinn á 15 mánuði eftir af samningi sínum við félagið.
Real Madrid ætlar að bjóða í Nani í sumar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn


Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
