Endurskipulag bætti gengi Mercedes 26. apríl 2011 15:14 Nico Rosberg í fyrsta hring í Kína við hlið Sebastian Vettel, en Rosberg var fjórði á ráslínu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Nico Rosberg var fjórði á ráslínu í Kína og lauk keppni í fimmta sæti, en Michael Schumacher var fjórtandi á ráslínu og varð áttundi í kappakstrinum. Næsta mót er í Tyrklandi 6.-8. maí. „Ég get ekki lofað því að við náum sama árangri í Tyrklandi, en það sem er mikilvægast er að finna lykilinn að hraðanum, sem er til staðar", sagði Haug í frétt á autosport.com. Ross Brawn og helstu tæknimenn liðsins funduðu fyrir mótið og breyttu aðferðarfræðinni, sem hjálpaði til við að ná betri árangri í Kína, en í tveimur fyrstu mótunum, í Ástralíu og Malasíu. Aðspurður um hvernig honum finndist Mercedes hafa gengið í upphafi tímabilins sagði Haug: „Ég hefði verið ánægðari ef Kína hefði verið fyrsta mótið. En núna skiljum við bílinn betur. Ross settist niður með strákunum og tæknimönnum og við breyttum því hvernig við nálguðumst mótshelgina." Mercedes hefur verið í vandræðum með stillanlegan afturvænginn, en það stendur til bóta fyrir næsta mót. „Við vorum í vandræðum með hluta afturvængsins, en það hefur verið leyst í meginatriðum. Við erum með aðra útfærslu, sniðugt kerfi ef það virkar og það gerði það í Kína", sagði Haug. Lewis Hamilton hjá McLaren vann mótið í Kína á dögunum og hann vann einnig mótið í Tyrklandi í fyrra, sem er næsti vettvangur Formúlu 1 liða um aðra helgi. Formúla Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Nico Rosberg var fjórði á ráslínu í Kína og lauk keppni í fimmta sæti, en Michael Schumacher var fjórtandi á ráslínu og varð áttundi í kappakstrinum. Næsta mót er í Tyrklandi 6.-8. maí. „Ég get ekki lofað því að við náum sama árangri í Tyrklandi, en það sem er mikilvægast er að finna lykilinn að hraðanum, sem er til staðar", sagði Haug í frétt á autosport.com. Ross Brawn og helstu tæknimenn liðsins funduðu fyrir mótið og breyttu aðferðarfræðinni, sem hjálpaði til við að ná betri árangri í Kína, en í tveimur fyrstu mótunum, í Ástralíu og Malasíu. Aðspurður um hvernig honum finndist Mercedes hafa gengið í upphafi tímabilins sagði Haug: „Ég hefði verið ánægðari ef Kína hefði verið fyrsta mótið. En núna skiljum við bílinn betur. Ross settist niður með strákunum og tæknimönnum og við breyttum því hvernig við nálguðumst mótshelgina." Mercedes hefur verið í vandræðum með stillanlegan afturvænginn, en það stendur til bóta fyrir næsta mót. „Við vorum í vandræðum með hluta afturvængsins, en það hefur verið leyst í meginatriðum. Við erum með aðra útfærslu, sniðugt kerfi ef það virkar og það gerði það í Kína", sagði Haug. Lewis Hamilton hjá McLaren vann mótið í Kína á dögunum og hann vann einnig mótið í Tyrklandi í fyrra, sem er næsti vettvangur Formúlu 1 liða um aðra helgi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti