Real Madrid vann ótrúlegan 6-2 útisigur á Sevilla, liðinu í 6. sæti, í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld sem þýðir að Barcelona getur ekki tryggt sér spænska titilinn á morgun.
Cristiano Ronaldo skoraði fjögur af mörkum Real í kvöld og hefur því skorað 33 mörk í 31 deildarleik í vetur og er kominn upp fyrir Lionel Messi (31 mark) á nýjan leik. Argentínumaðurinn hafði verið markahæstur síðan í febrúar.
Sergio Ramos skoraði fyrsta markið með skalla eftir hornspyrnu en Ronaldo og Kaka bættu síðan við mörkum fyrir hálfleik. Álvaro Negredo minnkaði muninn í 3-1 en svo komu þrjú mörk í röð frá Ronaldo áður en Álvaro Negredo skoraði sitt annað mark í leiknum.
Real Madrid er nú fimm stigum á eftir toppliði Barcelona sem á leik inni á móti nágrönnum sínum í Espanyol á morgun.
