Lionel Messi, leikmaður Barcelona, gekk aðeins of langt þegar hann fagnaði spænska meistaratitlinum í flugvél á leið heim til Barcelona frá Levante í vikunni.
Eftir að skálað var í kampavíni í flugvélinni fóru leikmennirnir að syngja og dansa. Messi sat við hliðina á neyðarútgangi sem skemmdist í miðjum fagnaðarlátunum.
Flugfreyjur skömmuðu Messi fyrir þetta og flugstjórinn neyddist til að biðja menn um að róa sig í kallkerfi flugvélarinnar.
Sjálfsagt örlítið neyðarlegt fyrir Messi sem hefur þó vafalaust jafnað sig fljótt og vel.
Messi skemmdi neyðarútgang í flugvél
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti



Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn