Kapphlaupi liðanna um 17 ára gamlan miðjumann Celta Vigo, Denis Suarez, lauk í dag þegar forseti Celta staðfesti að félagið hefði tekið tilboði frá Manchester City.
City greiðir 850 þúsund pund fyrir strákinn en upphæðin gæti endað í 2,75 milljónum punda.
Suarez varð 17 ára í janúar og sló í gegn með spænska 17 ára landsliðinu. Í 7 leikjum með liðinu er hann búinn að skora 2 mörk.
