Hamilton og Button telja Mónakó brautina erfiðustu braut ársins 23. maí 2011 14:58 Jenson Button og Lewis Hamilton uppáklæddir í London á dögunum þegar þeir hittu David Cameron forsætisráðherrra Breta að máli vegna fjölþjóðlegs átaks til aukins umferðaröryggis á heimsvísu. Mynd: Getty Images/Dan Kitwood Lewis Hamilton hjá McLaren varð annar í Formúlu 1 kappakstrinum á Spáni í gær, á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Hamilton keppir í Mónakó um næstu helgi með McLaren ásamt landa sínum Jenson Button, sem varð þriðji í gær. „Ég elska Mónakó. Þetta er keppni sem ég fylgdist með þegar ég var strákur og þetta er staður sem sýnir Formúlu 1 best. Að keyra á fullu á erfiðustu og frábærustu braut í heimi", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hamilton barðist af miklu kappi við Sebastian Vettel í mótinu á Spáni í gær og uppskar þannig annað sætið. Hamilton er í öðru sæti á eftir Vettel í stigamóti ökumanna. „Eftir svo öfluga frammistöðu á Spáni, þá hlakka ég til Mónakó í ár, af því ég held við eigum eftir að sjá öðruvísi mót en síðustu ár. Ég held að blanda notkunnar á DRS (stillanlegs afturvængs), KERS kerfisins og dekkjanna muni hrista upp í mótinu. Það væri ánægjulegt að sjá framúrakstur og hörku kappakstur í ár." „Ég held að DRS svæðið í Mónakó sé aðeins 300 metrar, sem er nokkuð stutt og ekki nógu langt til að sækja að bílnum fyrir framan. Ég held að loftflæðið yfir yfirbygginguna muni raunverulega virka á bremsusvæðinu við Saint Devote beygjna, þannig að ég hald að það verði ekki margir framúrakstrar með DRS um næstu helgi", sagði Hamilton, en noktun stillanlegs afturvængs (DRS) hefur boðið upp meiri framúrakstur í mótum ársins. Ég tel hins vegar að dekkin muni færa okkur mestu spennuna og mestu möguleikanna á framúrakstri", sagði Hamilton. Hamilton telur að þegar Pirelli dekkin sem eru notuð í ár byrji að slitna mismikið hjá ökumönnum verði færi á framúrakstri. Félagi hans Button hjá McLaren vann mótið í Mónakó árið 2009. „Mónakó er sögufrægasta mótið á dagskrá. Að vinna mótið uppfyllti langþráðan draum og þetta er eitt af uppáhalds mótum mínum", sagði Button. Hann segir það sérstaka andstæðu að fara frá mótssvæði eins og Kátalóníu brautinni fyrir utan Barcelona og mæta nokkrum dögum síðar til Mónakó. Fyrri brautina segir hann hraða, opna og flæðandi, en götubrautin í Mónakó er þröng og erfiðasta brautin á tímabilinu. „Það er ótrúlegt tilfinning að keyra frá þjónustusvæðinu og í fyrsta hring. Hröðunin er svo mikil og vegriðin virðast alltof nærri! Maður byggir hraðann smám saman upp og finnur réttan fókus. Samt er það spennuþrungið og ótrúleg tilfinning." „Eitthvað hefur verið spáð í að KERS kerfið muni ekki nýtast sem skyldi í Mónakó, en prófun okkar í ökuhermi sýnir að það ætti skila sér eins og annars staðar. Það er jákvætt því ég tel að Mercedes Benz kerfið sé það besta í Formúlu 1", sagði Button, en McLaren er með Mercedes vél og KERS kerfi. Formúla Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren varð annar í Formúlu 1 kappakstrinum á Spáni í gær, á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Hamilton keppir í Mónakó um næstu helgi með McLaren ásamt landa sínum Jenson Button, sem varð þriðji í gær. „Ég elska Mónakó. Þetta er keppni sem ég fylgdist með þegar ég var strákur og þetta er staður sem sýnir Formúlu 1 best. Að keyra á fullu á erfiðustu og frábærustu braut í heimi", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hamilton barðist af miklu kappi við Sebastian Vettel í mótinu á Spáni í gær og uppskar þannig annað sætið. Hamilton er í öðru sæti á eftir Vettel í stigamóti ökumanna. „Eftir svo öfluga frammistöðu á Spáni, þá hlakka ég til Mónakó í ár, af því ég held við eigum eftir að sjá öðruvísi mót en síðustu ár. Ég held að blanda notkunnar á DRS (stillanlegs afturvængs), KERS kerfisins og dekkjanna muni hrista upp í mótinu. Það væri ánægjulegt að sjá framúrakstur og hörku kappakstur í ár." „Ég held að DRS svæðið í Mónakó sé aðeins 300 metrar, sem er nokkuð stutt og ekki nógu langt til að sækja að bílnum fyrir framan. Ég held að loftflæðið yfir yfirbygginguna muni raunverulega virka á bremsusvæðinu við Saint Devote beygjna, þannig að ég hald að það verði ekki margir framúrakstrar með DRS um næstu helgi", sagði Hamilton, en noktun stillanlegs afturvængs (DRS) hefur boðið upp meiri framúrakstur í mótum ársins. Ég tel hins vegar að dekkin muni færa okkur mestu spennuna og mestu möguleikanna á framúrakstri", sagði Hamilton. Hamilton telur að þegar Pirelli dekkin sem eru notuð í ár byrji að slitna mismikið hjá ökumönnum verði færi á framúrakstri. Félagi hans Button hjá McLaren vann mótið í Mónakó árið 2009. „Mónakó er sögufrægasta mótið á dagskrá. Að vinna mótið uppfyllti langþráðan draum og þetta er eitt af uppáhalds mótum mínum", sagði Button. Hann segir það sérstaka andstæðu að fara frá mótssvæði eins og Kátalóníu brautinni fyrir utan Barcelona og mæta nokkrum dögum síðar til Mónakó. Fyrri brautina segir hann hraða, opna og flæðandi, en götubrautin í Mónakó er þröng og erfiðasta brautin á tímabilinu. „Það er ótrúlegt tilfinning að keyra frá þjónustusvæðinu og í fyrsta hring. Hröðunin er svo mikil og vegriðin virðast alltof nærri! Maður byggir hraðann smám saman upp og finnur réttan fókus. Samt er það spennuþrungið og ótrúleg tilfinning." „Eitthvað hefur verið spáð í að KERS kerfið muni ekki nýtast sem skyldi í Mónakó, en prófun okkar í ökuhermi sýnir að það ætti skila sér eins og annars staðar. Það er jákvætt því ég tel að Mercedes Benz kerfið sé það besta í Formúlu 1", sagði Button, en McLaren er með Mercedes vél og KERS kerfi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti