Það skipti engu máli þó svo Barcelona hefði teflt fram varaliði á útivelli gegn Malaga í dag. Liðið vann samt, 3-1.
Sebastian Fernandez kom Malaga yfir en Bojan Krkic jafnaði með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir hlé.
Ibrahim Affelay kom síðan Barca yfir á 76. mínútu og Marc Batra innsiglaði sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok.
Barcelona var búið að tryggja sér spænska titilinn fyrir leikinn.
