Forráðamenn Barcelona eru ekki sáttir við forsvarsmenn AC Milan þar sem að ítalska liðið á enn eftir að greiða eftirstöðvar af kaupverði sænska landsliðsframherjans Zlatans Ibrahimovich. AC Milan skuldar Spánar og Evrópumeistaraliðinu rétt um 4 milljarða kr. og hafa Börsungar óskað eftir því að FIFA taki málið til meðferðar.
Sandro Rosell forseti Barcelona segir að AC Milan geti ekki tekið þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári án þess að gera upp við Barcelona.
Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur AC Milan ekki greitt eina einustu krónu fyrir leikmanninn en liðið átti að greiða alla upphæðina á þriggja ára tímabili.
Barcelona tapaði gríðarlegum fjármunum þegar liðið keypti sænska landsliðsmanninn frá Inter 2009. Talið er að Barcelona hafi greitt um 10 milljarða kr. fyrir framherjann. Félagið þarf á peningum að halda ef liðið ætlar sér að fjárfesta í leikmönnum á borð við Alexis Sanchez frá Udinese og Cesc Fabregas frá Arsenal.
AC Milan hefur ekki borgað Barcelona krónu fyrir Zlatan Ibrahimovich
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið





„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“
Íslenski boltinn

„Kærkominn sigur eftir þunga daga“
Fótbolti

Óvænt tap Atlético í fyrsta leik
Fótbolti

Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“
Íslenski boltinn
