Frakkinn Zinedine Zidane mun taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid. José Mourinho, þjálfari liðsins, vildi að hann tæki starfið að sér. Þeir munu því vinna þétt saman á næstu leiktíð.
Zidane er goðsögn hjá félaginu og hefur hingað til verið í ráðgjafarhlutverki fyrir forseta félagsins, Florentino Perez.
"Mourinho hafði áhrif á þessa ákvörðun mína sem og Perez. Ég mun taka við starfinu á mánudag," sagði Zidane.
Zidane er sagður eiga stóran þátt í þetta að hinn 18 ára gamli franski varnarmaður, Raphael Varane, ákvað að fara til félagsins.
Frakkinn hefur síðan viðurkennt að Real sé á eftir Brasilíumanninum Neymar en það var reyndar lítið leyndarmál.
Zidane mun vinna náið með Mourinho
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Frimpong strax úr leik hjá Liverpool
Enski boltinn

Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti
