Faðir og umboðsmaður Spánverjans Juan Mata hefur staðfest að áhugi sé á leikmanninum utan Spánar og meðal annars frá Englandi. Hermt er að bæði Liverpool og Arsenal vilji fá leikmanninn.
Mata var í lykilhlutverki hjá spænska U-21 árs landsliðinu sem vann EM í sumar.
Hann er samningsbundinn Valencia en félagið gæti neyðst til að selja leikmanninn. Bæði Barcelona og Real Madrid eru einnig sögð hafa áhuga á leikmanninum.
"Það hafa komið símtöl frá erlendum félögum og boltinn er núna hjá Valencia," sagði faðir Mata.
