Bandaríkin í hættu á tæknilegu þjóðargjaldþroti 11. júlí 2011 09:05 Fari svo að Demókrötum og Repúblikönum á bandaríska þinginu takist ekki að sameinast um að lyfta skuldahámarki landsins fyrir 2. ágúst er hætta á að Bandaríkin lendi í tæknilegu þjóðargjaldþroti. Þetta kemur fram í viðtali við Jes Asmundssen aðalhagfræðing Handelsbanken á vefsíðunni epn.dk. „Ef ekki næst samkomulag hefur það í för með sér að hið opinbera getur ekki borgað reikninga sína né gefið út ný ríkisskuldabréf,“ segir Asmundssen. Árlegur halli hins opinbera í Bandaríkjunum nemur nú 10-11% af landsframleiðslu landsins sem er meira en á Spáni svo dæmi sé tekið. Deilur þingmanna á Bandaríkjaþingi í málinu snúast um hve mikið eigi að skera niður og hve mikið eigi að hækka skatta til að mæta vandanum. Demókratar vilja hækka skatta fremur en skera niður opinber útgjöld en Repúblikanar vilja mikinn niðurskurð en engar skattahækkanir. Asmundsen segir að í versta falli muni fara svo að ekki verði hægt að greiða opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum laun eftir næstu mánaðarmót ef ekki næst samkomulag á þinginu. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fari svo að Demókrötum og Repúblikönum á bandaríska þinginu takist ekki að sameinast um að lyfta skuldahámarki landsins fyrir 2. ágúst er hætta á að Bandaríkin lendi í tæknilegu þjóðargjaldþroti. Þetta kemur fram í viðtali við Jes Asmundssen aðalhagfræðing Handelsbanken á vefsíðunni epn.dk. „Ef ekki næst samkomulag hefur það í för með sér að hið opinbera getur ekki borgað reikninga sína né gefið út ný ríkisskuldabréf,“ segir Asmundssen. Árlegur halli hins opinbera í Bandaríkjunum nemur nú 10-11% af landsframleiðslu landsins sem er meira en á Spáni svo dæmi sé tekið. Deilur þingmanna á Bandaríkjaþingi í málinu snúast um hve mikið eigi að skera niður og hve mikið eigi að hækka skatta til að mæta vandanum. Demókratar vilja hækka skatta fremur en skera niður opinber útgjöld en Repúblikanar vilja mikinn niðurskurð en engar skattahækkanir. Asmundsen segir að í versta falli muni fara svo að ekki verði hægt að greiða opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum laun eftir næstu mánaðarmót ef ekki næst samkomulag á þinginu.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira