Barcelona er loksins búið að ganga frá kaupunum á Alexis Sanchez frá Udinese. Framherjinn frá Síle vildi fara til Barcelona og fékk ósk sína uppfyllta.
Ensku stórliðin Man. Utd, Man. City og Chelsea höfðu einnig áhuga á leikmanninum.
Hann skrifaði í gær undir fimm ára samning við Barcelona og greiðir Barcelona 26 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Hann verður kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins um helgina.
Sanchez orðinn leikmaður Barcelona
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
