Barcelona vann í gærkvöldi 2-0 sigur á mexíkóska liðinu Club America. Leikurinn fór fram á heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys í Dallas.
David Villa og Seydou Keita skoruðu mörk Börsunga en þeir töpuðu 4-1 fyrir öðru mexíkósku liði í æfingaleik í Miami fyrr í vikunni.
Villa kom Barcelona yfir á 24. mínútu og Keita innsiglaði svo sigurinn með marki í blálokin.
Pep Guardiola, stjóri Barcelona, leyfði öllum sjö varamönnum sínum að spila í leiknum.
