Hamborgarar, varalitur og nærbuxur gefa mynd af hagkerfinu 3. ágúst 2011 12:30 Mynd úr safni Big Mac vísitalan fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu um þessar mundir, en vísitalan er einföld leið til að meta hvort gjaldmiðlar séu rétt skráðir hver gagnvart öðrum. Vísitalan ruddi brautina fyrir fjölda óvenjulegra mælistikna á hagkerfið. Í september árið 1986 birti breska vikublaðið The Economist Big Mac vísitöluna í fyrsta sinn. Hugmyndin að baki vísitölunni er eitt einfaldasta lögmál hagfræðinnar; að vara sem er algjörlega einsleit sama hvar hún er keypt ætti að kosta það sama allstaðar í heiminum. Blaðið nýtti þessa hugmynd til að athuga hvort gjaldmiðlar væru rétt skráðir með því að bera saman verðið á Big Mac borgara á milli landa, en ef hann var dýrari í einu landi en öðru eftir að tekið hafði verið tillit til gengis gjaldmiðla landanna benti það til þess að annar gjaldmiðillinn væri of hátt skráður gagnvart hinum. Þó ákveðnir gallar séu auðvitað á þessari hugmyndafræði í raunveruleikanum, þá hefur Big Mac vísitalan engu að síður spáð fyrir um stórar hreyfingar á gjaldmiðlamarkaði, til dæmis fall evrunnar fyrst eftir að hún var tekin upp, sem var þvert á væntingar markaða. Og það besta er að það tekur enga stund að bera saman verðið á Big Mac á milli landa til athuga gengisskráninguna, öfugt við stórar markaðsrannsóknir sem ætlað er að gegna sama hlutverki. Talað er um þessa ofureinföldu aðferðafræði sem hamborgarahagfræði, en hún hefur alið af sér fleiri vísitölur sem geta dregið upp mynd af ýmsum hagrænum þáttum á hverjum tíma án þess að ráðast í umfangsmiklar eða kostnaðarsamar rannsóknir. Slíkt dæmi er til dæmis kranavísitalan, sem gengur út á að telja byggingakranana sem sjást frá ákveðnum stað í hverri borg, og getur gefið vísbendingu um hvenær hagkerfið er að ofhitna. Svo er það varalitavísitalan, en hún byggir á þeirri alkunnu staðreynd að þegar kreppir að hætta konur að kaupa kjóla og byrja að kaupa varalit. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er svo sagður hafa fylgst náið með Nærbuxnavísitölunni. Í venjulegu árferði kaupa karlmenn nærbuxur mjög reglulega, en þegar sala á nærbuxum hrynur - ja, eigum við ekki að segja að þá sé orðið tímabært að lækka stýrivextina? Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Big Mac vísitalan fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu um þessar mundir, en vísitalan er einföld leið til að meta hvort gjaldmiðlar séu rétt skráðir hver gagnvart öðrum. Vísitalan ruddi brautina fyrir fjölda óvenjulegra mælistikna á hagkerfið. Í september árið 1986 birti breska vikublaðið The Economist Big Mac vísitöluna í fyrsta sinn. Hugmyndin að baki vísitölunni er eitt einfaldasta lögmál hagfræðinnar; að vara sem er algjörlega einsleit sama hvar hún er keypt ætti að kosta það sama allstaðar í heiminum. Blaðið nýtti þessa hugmynd til að athuga hvort gjaldmiðlar væru rétt skráðir með því að bera saman verðið á Big Mac borgara á milli landa, en ef hann var dýrari í einu landi en öðru eftir að tekið hafði verið tillit til gengis gjaldmiðla landanna benti það til þess að annar gjaldmiðillinn væri of hátt skráður gagnvart hinum. Þó ákveðnir gallar séu auðvitað á þessari hugmyndafræði í raunveruleikanum, þá hefur Big Mac vísitalan engu að síður spáð fyrir um stórar hreyfingar á gjaldmiðlamarkaði, til dæmis fall evrunnar fyrst eftir að hún var tekin upp, sem var þvert á væntingar markaða. Og það besta er að það tekur enga stund að bera saman verðið á Big Mac á milli landa til athuga gengisskráninguna, öfugt við stórar markaðsrannsóknir sem ætlað er að gegna sama hlutverki. Talað er um þessa ofureinföldu aðferðafræði sem hamborgarahagfræði, en hún hefur alið af sér fleiri vísitölur sem geta dregið upp mynd af ýmsum hagrænum þáttum á hverjum tíma án þess að ráðast í umfangsmiklar eða kostnaðarsamar rannsóknir. Slíkt dæmi er til dæmis kranavísitalan, sem gengur út á að telja byggingakranana sem sjást frá ákveðnum stað í hverri borg, og getur gefið vísbendingu um hvenær hagkerfið er að ofhitna. Svo er það varalitavísitalan, en hún byggir á þeirri alkunnu staðreynd að þegar kreppir að hætta konur að kaupa kjóla og byrja að kaupa varalit. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er svo sagður hafa fylgst náið með Nærbuxnavísitölunni. Í venjulegu árferði kaupa karlmenn nærbuxur mjög reglulega, en þegar sala á nærbuxum hrynur - ja, eigum við ekki að segja að þá sé orðið tímabært að lækka stýrivextina?
Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent