Hamborgarar, varalitur og nærbuxur gefa mynd af hagkerfinu 3. ágúst 2011 12:30 Mynd úr safni Big Mac vísitalan fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu um þessar mundir, en vísitalan er einföld leið til að meta hvort gjaldmiðlar séu rétt skráðir hver gagnvart öðrum. Vísitalan ruddi brautina fyrir fjölda óvenjulegra mælistikna á hagkerfið. Í september árið 1986 birti breska vikublaðið The Economist Big Mac vísitöluna í fyrsta sinn. Hugmyndin að baki vísitölunni er eitt einfaldasta lögmál hagfræðinnar; að vara sem er algjörlega einsleit sama hvar hún er keypt ætti að kosta það sama allstaðar í heiminum. Blaðið nýtti þessa hugmynd til að athuga hvort gjaldmiðlar væru rétt skráðir með því að bera saman verðið á Big Mac borgara á milli landa, en ef hann var dýrari í einu landi en öðru eftir að tekið hafði verið tillit til gengis gjaldmiðla landanna benti það til þess að annar gjaldmiðillinn væri of hátt skráður gagnvart hinum. Þó ákveðnir gallar séu auðvitað á þessari hugmyndafræði í raunveruleikanum, þá hefur Big Mac vísitalan engu að síður spáð fyrir um stórar hreyfingar á gjaldmiðlamarkaði, til dæmis fall evrunnar fyrst eftir að hún var tekin upp, sem var þvert á væntingar markaða. Og það besta er að það tekur enga stund að bera saman verðið á Big Mac á milli landa til athuga gengisskráninguna, öfugt við stórar markaðsrannsóknir sem ætlað er að gegna sama hlutverki. Talað er um þessa ofureinföldu aðferðafræði sem hamborgarahagfræði, en hún hefur alið af sér fleiri vísitölur sem geta dregið upp mynd af ýmsum hagrænum þáttum á hverjum tíma án þess að ráðast í umfangsmiklar eða kostnaðarsamar rannsóknir. Slíkt dæmi er til dæmis kranavísitalan, sem gengur út á að telja byggingakranana sem sjást frá ákveðnum stað í hverri borg, og getur gefið vísbendingu um hvenær hagkerfið er að ofhitna. Svo er það varalitavísitalan, en hún byggir á þeirri alkunnu staðreynd að þegar kreppir að hætta konur að kaupa kjóla og byrja að kaupa varalit. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er svo sagður hafa fylgst náið með Nærbuxnavísitölunni. Í venjulegu árferði kaupa karlmenn nærbuxur mjög reglulega, en þegar sala á nærbuxum hrynur - ja, eigum við ekki að segja að þá sé orðið tímabært að lækka stýrivextina? Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Big Mac vísitalan fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu um þessar mundir, en vísitalan er einföld leið til að meta hvort gjaldmiðlar séu rétt skráðir hver gagnvart öðrum. Vísitalan ruddi brautina fyrir fjölda óvenjulegra mælistikna á hagkerfið. Í september árið 1986 birti breska vikublaðið The Economist Big Mac vísitöluna í fyrsta sinn. Hugmyndin að baki vísitölunni er eitt einfaldasta lögmál hagfræðinnar; að vara sem er algjörlega einsleit sama hvar hún er keypt ætti að kosta það sama allstaðar í heiminum. Blaðið nýtti þessa hugmynd til að athuga hvort gjaldmiðlar væru rétt skráðir með því að bera saman verðið á Big Mac borgara á milli landa, en ef hann var dýrari í einu landi en öðru eftir að tekið hafði verið tillit til gengis gjaldmiðla landanna benti það til þess að annar gjaldmiðillinn væri of hátt skráður gagnvart hinum. Þó ákveðnir gallar séu auðvitað á þessari hugmyndafræði í raunveruleikanum, þá hefur Big Mac vísitalan engu að síður spáð fyrir um stórar hreyfingar á gjaldmiðlamarkaði, til dæmis fall evrunnar fyrst eftir að hún var tekin upp, sem var þvert á væntingar markaða. Og það besta er að það tekur enga stund að bera saman verðið á Big Mac á milli landa til athuga gengisskráninguna, öfugt við stórar markaðsrannsóknir sem ætlað er að gegna sama hlutverki. Talað er um þessa ofureinföldu aðferðafræði sem hamborgarahagfræði, en hún hefur alið af sér fleiri vísitölur sem geta dregið upp mynd af ýmsum hagrænum þáttum á hverjum tíma án þess að ráðast í umfangsmiklar eða kostnaðarsamar rannsóknir. Slíkt dæmi er til dæmis kranavísitalan, sem gengur út á að telja byggingakranana sem sjást frá ákveðnum stað í hverri borg, og getur gefið vísbendingu um hvenær hagkerfið er að ofhitna. Svo er það varalitavísitalan, en hún byggir á þeirri alkunnu staðreynd að þegar kreppir að hætta konur að kaupa kjóla og byrja að kaupa varalit. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er svo sagður hafa fylgst náið með Nærbuxnavísitölunni. Í venjulegu árferði kaupa karlmenn nærbuxur mjög reglulega, en þegar sala á nærbuxum hrynur - ja, eigum við ekki að segja að þá sé orðið tímabært að lækka stýrivextina?
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira