Real Madrid hefur leik í spænsku úrvalsdeildinni af miklum krafti en liðið vann 6-0 sigur á Real Zaragoza á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu.
Ronaldo kom Real yfir á 24. mínútu en Marcelo bætti við öðru marki fjórum mínútum síðar. Þannig stóður leikar í hálfleik.
Xabi Alonso bætti við þriðja markinu áður en Ronaldo skoraði sitt annað mark á 71. mínútu. Kaka kom Real í 5-0 á 82. mínútu og Ronaldo innsiglaði svo sigurinn og þrennuna sína með marki þremur mínútum fyrir leikslok.
Spænska úrvalsdeildin fór aftur af stað um helgina en fyrstu umferð deildarinnar var frestað um síðustu helgi vegna verkfallsaðgerða knattspyrnumanna.
Barcelona hefur leik á morgun þegar að liðið mætir Villarreal á heimavelli.
Úrslit helgarinnar:
Sporting Gijon - Real Sociedad 1-2
Valencia - Racing 4-3
Granada - Real Beits 0-1
Atletico Madrid - Osasuna 0-0
Athletic Bilbao - Vallecano 1-1
Getafe - Levante 1-1
Real Mallorca - Espanyol 1-0
Real Zaragoza - Real Madrid 0-6
Real Madrid byrjaði með látum - Ronaldo með þrennu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti



Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn