Getafe hvetur stuðningsmenn sína til þess að gerast sæðisgjafar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2011 23:30 Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins. Myndbandið gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum og er fólk því hvatt til þess að lesa lýsingu myndbandsins áður en horft er á það. Auglýsingin, sem skiljanlega er á spænsku, hefst á því að stuðningsmaður stendur á tómum leikvangi félagsins. Texti birtist á skjánum. „Við eigum við vandamál að stríða: Við erum of fáir." Í framhaldinu segir rödd okkur að það sé til lausn á vandamálinu og í sömu andrá beinir myndavélin sjónum sínum að klofi stuðningsmannsins. Í næstu senu er stuðningsmaðurinn mættur á læknastofu tilbúin að leggja sitt af mörkum og gefa sæði. Honum er rétt lítið plastílát auk klámmyndar sem ber heitið: „Kynæsandi uppvakningar Getafe". Klámmyndin sýnir ungar konur í herbergi þakið veggspjöldum til heiðurs Getafe ásamt fánum og treflum. Konurnar neyta drykkjar sem breytir þeim í uppvakninga með kynlíf á heilanum. Hugmyndin er sú að myndbandið sé svo erótískt að sæðisgjafinn eiga ekki í vandræðum með að leggja sitt af mörkum. Í næstu senu sjáum við konu á spítala með nýfætt barn sitt í fanginu. Ný kynslóð stuðningsmanna Getafe að fæðast. Þvínæst sjáum við sæðisfrumu á leið inn í egg undir orðunum: „Því fleiri því betra." Myndbandinu lýkur með upplýsingum um að myndbandið sé fáanlegt á næstu heilsugæslustöð. José Antonio Cuétara, yfirmaður markaðsdeildar Getafe, segir myndina vissulega umdeilda en engu að síður góða. Félagið selur árlega um 9 þúsund ársmiða en þurfi að selja fleiri. Getafe er minnsta Madridar-liðið í La Liga, efstu deild Spánar. Real Madrid og Atletico Madrid selja til samanburðar 85 þúsund og 42 þúsund ársmiða. Angel Torres, leikstjóri myndarinnar, segir myndina ekki eiga að höfða til sérstaks hóps almennings. Aðeins til þeirra sem hafi góðan húmor. Spænski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins. Myndbandið gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum og er fólk því hvatt til þess að lesa lýsingu myndbandsins áður en horft er á það. Auglýsingin, sem skiljanlega er á spænsku, hefst á því að stuðningsmaður stendur á tómum leikvangi félagsins. Texti birtist á skjánum. „Við eigum við vandamál að stríða: Við erum of fáir." Í framhaldinu segir rödd okkur að það sé til lausn á vandamálinu og í sömu andrá beinir myndavélin sjónum sínum að klofi stuðningsmannsins. Í næstu senu er stuðningsmaðurinn mættur á læknastofu tilbúin að leggja sitt af mörkum og gefa sæði. Honum er rétt lítið plastílát auk klámmyndar sem ber heitið: „Kynæsandi uppvakningar Getafe". Klámmyndin sýnir ungar konur í herbergi þakið veggspjöldum til heiðurs Getafe ásamt fánum og treflum. Konurnar neyta drykkjar sem breytir þeim í uppvakninga með kynlíf á heilanum. Hugmyndin er sú að myndbandið sé svo erótískt að sæðisgjafinn eiga ekki í vandræðum með að leggja sitt af mörkum. Í næstu senu sjáum við konu á spítala með nýfætt barn sitt í fanginu. Ný kynslóð stuðningsmanna Getafe að fæðast. Þvínæst sjáum við sæðisfrumu á leið inn í egg undir orðunum: „Því fleiri því betra." Myndbandinu lýkur með upplýsingum um að myndbandið sé fáanlegt á næstu heilsugæslustöð. José Antonio Cuétara, yfirmaður markaðsdeildar Getafe, segir myndina vissulega umdeilda en engu að síður góða. Félagið selur árlega um 9 þúsund ársmiða en þurfi að selja fleiri. Getafe er minnsta Madridar-liðið í La Liga, efstu deild Spánar. Real Madrid og Atletico Madrid selja til samanburðar 85 þúsund og 42 þúsund ársmiða. Angel Torres, leikstjóri myndarinnar, segir myndina ekki eiga að höfða til sérstaks hóps almennings. Aðeins til þeirra sem hafi góðan húmor.
Spænski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira