Kínverski auðjöfurinn ætlar að fjárfesta fyrir 10-20 milljarða 25. ágúst 2011 18:37 Ákvörðun kínversks auðjöfurs að byggja upp lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum og í Reykjavík, fyrir tíu til tuttugu milljarða króna, er langstærsta fjárfesting af þessu tagi í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er Huang Nubo, maðurinn sem verður einn stærsti landeigandi á Íslandi, fallist stjórnvöld á kaup hans á þremur fjórðu hluta jarðarinnar Grímsstaða. Áhuga hans á Íslandi má rekja til Hjörleifs Sveinbjörnssonar þegar þeir voru ungir námsmenn í Peking-háskóla. „Við vorum saman í námi fyrir um þrjátíu árum síðan. Hann varð svo athafnamaður á Íslandi," segir Hjörleifur. Sem stjórnarformaður félagsins ZhongKun í Peking er Nubo orðinn umsvifamikill í ferðaþjónustu, ekki aðeins í Kína heldur einnig í Bandaríkjunum og Japan. „Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferðamannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu," segir Hjörleifur. Þegar horft er á landakortið skilst hversvegna slíkur maður sjái tækifæri á Grímsstöðum á Fjöllum, sem liggur vel við náttúruundrum eins og Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi, Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum. Á næstu þremur til fjórum árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur. Hjörleifur telur að uppbyggingin muni hafa jákvæð áhrif, ekki síst norðaustanlands. „Þetta er metnaðarfull ferðamennska, og hún er græn auk þess sem þetta skilar miklum peningum til landsins," segir Hjörleifur. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fagnar þessum áformum, segir þau stórtíðindi, og segir að viðlíka fjárfesting á þessu sviði ferðaþjónustunnar á Íslandi sé óþekkt. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Ákvörðun kínversks auðjöfurs að byggja upp lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum og í Reykjavík, fyrir tíu til tuttugu milljarða króna, er langstærsta fjárfesting af þessu tagi í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er Huang Nubo, maðurinn sem verður einn stærsti landeigandi á Íslandi, fallist stjórnvöld á kaup hans á þremur fjórðu hluta jarðarinnar Grímsstaða. Áhuga hans á Íslandi má rekja til Hjörleifs Sveinbjörnssonar þegar þeir voru ungir námsmenn í Peking-háskóla. „Við vorum saman í námi fyrir um þrjátíu árum síðan. Hann varð svo athafnamaður á Íslandi," segir Hjörleifur. Sem stjórnarformaður félagsins ZhongKun í Peking er Nubo orðinn umsvifamikill í ferðaþjónustu, ekki aðeins í Kína heldur einnig í Bandaríkjunum og Japan. „Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferðamannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu," segir Hjörleifur. Þegar horft er á landakortið skilst hversvegna slíkur maður sjái tækifæri á Grímsstöðum á Fjöllum, sem liggur vel við náttúruundrum eins og Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi, Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum. Á næstu þremur til fjórum árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur. Hjörleifur telur að uppbyggingin muni hafa jákvæð áhrif, ekki síst norðaustanlands. „Þetta er metnaðarfull ferðamennska, og hún er græn auk þess sem þetta skilar miklum peningum til landsins," segir Hjörleifur. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fagnar þessum áformum, segir þau stórtíðindi, og segir að viðlíka fjárfesting á þessu sviði ferðaþjónustunnar á Íslandi sé óþekkt.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent