Real Madrid tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni, en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Leikur Real Madrid var arfaslakur í dag og ekkert virtist ganga upp hjá leikmönnum liðsins, en það fór oft á tíðum verulega í taugarnar á stórstjörnunum.
Arouna Koné, leikmaður Levante, gerði eina mark leiksins tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Barcelona vann Osasuna 8-0 í gær og eru með sjö stig í öðru sæti deildarinnar, en Valencia er eina liðið í spænsku úrvalsdeildinni sem hefur unnið alla þrjá leikina sína og erum með níu stig.
Real Madrid er í fjórða sæti deildarinnar með sex stig eftir leiki helgarinnar.
Öll úrslit dagsins:
Getafe - Rayo Vallecano 0-1
Zaragoza - Espanyol 2-1
Atletico Madrid - Racing Santander 4-0
Levante - Real Madrid 1-0
Real Madrid tapaði fyrir Levante
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Svona er hópur Íslands sem fer á EM
Körfubolti


Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur
Enski boltinn


