Knattspyrnumaðurinn, Alexis Sanchez, meiddist nokkuð illa í gær þegar Barcelona var í heimsókn hjá Real Sociedad.
Þessi 22 ára leikmaður Barcelona var borinn af velli eftur rúmlega hálftíma leik, en nú er það orðið ljóst að Sanchez verður frá keppni í um tvo mánuði.
Sanchez sleit vöðva í aftanverðu læri og telja læknar Börsunga að hann verði frá í 8 vikur.
Barcelona var 2-0 yfir í hálfleik en leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem verða að teljast virkilega óvænt úrslit.
Barcelona tapaði því dýrmætum stigum í gær á meðan Real Madrid sigraði Getafe örugglega. Real Madrid hefur því sex stig eftir tvær umferðir en Barcelona fjögur stig.
Alexis Sanchez verður frá í tvo mánuði
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti



Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns
Enski boltinn


Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn
Fótbolti

