Ibrahim Affelay þarf að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla og verður af þeim sökum frá næstu sex mánuðina hið minnsta. Óvíst er hvort að hann geti spilað meira með Barcelona á leiktíðinni.
Affelay verð fyrir því óláni að slíta krossband í vinstra hné á æfingu liðsins í síðustu viku en hann er nýbúinn að jafna sig á tognun í lærvöðva. Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum liðsins í haust.
„Fyrstu dagarnir eftir meiðslin voru mjög erfiðir fyrir hann,“ sagði Rob Jansen, umboðsmaður Affelay við fjölmiðla ytra. „En hann er harðákveðinn í að gefa allt sitt í endurhæfinguna og er aðgerðin fyrsta skrefið í henni.“
Affelay er 25 ára hollenskur landsliðsmaður en hann gekk til liðs við Barcelona frá PSV í janúar síðastilðnum. Hann hefur átt erfitt með að festa sig í sessi í gríðarlega sterku liði Barcelona.
Affelay með slitið krossband og á leið í aðgerð
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
