Körfubolti

Íslendingarnir í aðalhlutverki hjá Sundsvall - Brynjar byrjaði vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jakob og Hlynur voru öflugir sem fyrr.
Jakob og Hlynur voru öflugir sem fyrr.
Svíþjóðarmeistarar Sundsvall Dragons fóru vel af stað í sænska körfuboltanum í kvöld. Liðið lagði þá ecoÖrebro, 79-72, á heimavelli þar sem Íslendingarnir voru í aðalhlutverki hjá Sundsvall.

Hlynur Bæringsson var besti maður vallarins með 20 stig og 14 fráköst. Pavel Ermolinskij byrjaði frábærlega fyrir Sundsvall og skoraði 17 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson var einnig sterkur með 13 stig og 4 stoðsendingar.

Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði Jamtland Basket sem tapaði gegn sterku liði Norrköping Dolphins, 101-77. Brynjar skoraði 22 stig og var stigahæstur á vellinum.

Solna Vikings, lið Loga Gunnarssonar, byrjaði ekki vel því það tapaði gegn Uppsala, 97-66. Logi skoraði 5 stig í leiknum.

Helgi Már Magnússon lék sinn fyrsta leik fyrir 08 Stockholm HR sem steinlá gegn LF Basket, 103-70. Helgi Már skoraði 3 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×