Nuri Sahin hefur loksins fengið grænt ljós frá læknum Real Madrid og getur því spilað með liðinu þegar að keppni hefst á ný í spænsku úrvalsdeildinni eftir landsleikjafríið um helgina.
Sahin var keyptur í sumar frá þýska félaginu Dortmund þar sem hann sló í gegn. Hann er 23 ára gamall en meiddist á undirbúningstímabilinu og hefur því ekki enn spilað keppnisleik með Real Madrid.
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði við fjölmiðla í vikunni að hann væri vongóður um að Sahin gæti byrjað að spila á ný eftir landsleikjafríið og nú hefur það verið staðfest af læknum félagsins.
Sahin mun þó missa af landsleik Tyrkja gegn Þýskalandi og Aserbaídsjan vegna meiðslanna. Tyrkland er nú í öðru sæti A-riðils í undankeppni EM 2012 og þarf helst að vinna báða leikina til að komast í umspilið í nóvember.
Sahin má spila með Real Madrid
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti


Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns
Enski boltinn


Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn
Fótbolti

