Gunnar Rúnar kominn á Litla Hraun 14. október 2011 15:36 Gunnar Rúnar tekur nú út sína refsingu á Litla Hrauni mynd/Samsett Vísir.is Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafnframt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geðlækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunnar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi," segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins." Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetningur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur," segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafnframt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geðlækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunnar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi," segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins." Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetningur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur," segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira