Körfubolti

Helgi Már fagnaði sigri á móti Íslendingunum í Sundsvall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskji.
Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskji. Mynd/Hag
Fjögur Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og vakti þar mesta athygli sigur Helga Más Magnússonar og félaga í 08 Stockholm á sænsku meisturunum í Sundsvall Dragons.

08 Stockholm vann 75-74 sigur á Sundsvall Dragons á heimavelli sínum en þetta var fyrsti sigur liðsins í vetur eftir stórtap í fyrstu umferðinni. Pavel Ermolinskji gat tryggt Sundsvall sigurinn í lokin en klikkaði þá á þriggja stiga skoti.

Helgi Már Magnússon átti mjög góðan leik, skoraði 16 stig og tók 7 fráköst á 26 mínútum en hann hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Helgi Már skoraði síðustu körfu 08 Stockholm í leiknum og kom liðinu þá í 75-68 en Sundsvall skoraði sex síðustu stig leiksins og var nærri því búið að stela sigrinum.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 22 stig fyrir Sundsvall (hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum), Pavel Ermolinskji var með 11 stig og 5 fráköst og Hlynur Bæringsson bætti við 8 stigum, 11 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jämtland Basket unnu tólf stiga sigur á LF Basket á heimavelli, 96-84, og fögnuðu þar með fyrsta sigri tímabilsins. Brynjar kom inn af bekknum og var með 5 stig og 4 fráköst á 15 mínútum.

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings hafa ekki byrjað vel og þeir töpuðu 84-71 á útivelli á móti Södertälje Kings í kvöld. Logi var með 11 stig og 4 fráköst á 36 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×