Barcelona vann nauman sigur á Granada, 0-1, er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Það var miðjumaðurinn Xavi sem skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu. Tveir leikmenn Granada fengu að líta rauða spjaldið í leiknum.
Barcelona er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn.
Xavi tryggði Barcelona nauman sigur
