Fjórir ökumenn eiga möguleika á öðru sætinu í stigamóti ökumanna 31. október 2011 20:00 Jenson Button, Adrian Newey, Sebastian Vettel og Fernando Alonso á verðlaunapallinum í Indlandi í gær. AP MYND: Luca Bruno Fjórir ökumenn eiga möguleika á að ná öðru sæti i stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þegar tveimur mótum er ólokið, en McLaren liðið tryggði sér annað sætið í stigamóti bílasmiða í gær, á eftir Red Bull, með árangri liðsins á Buddh brautinni í Indlandi. Jenson Button á McLaren varð í öðru sæti í indverska kappakstrinum á eftir Sebastian Vettel á Red Bull og Lewis Hamilton á Mclaren varð sjöundi, en árangur Button og Hamilton þýddi að McLaren fékk nægilega mörg stig til að tryggja liðinu annað sætið í stigamóti bílasmiða. Button er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Vettel, sem er þegar orðinn heimsmeistari eins og Red Bull liðið er orðið meistari bílsmiða. Button er efstur þeirra sem geta enn náð öðru sætinu, hann er með 240 stig, Fernando Alonso er með 227, Mark Webber og Lewis Hamilton 202. Button stendur því best að vígi fyrir lokamótin tvö, en keppt verður í Abu Dhabi 13. nóvember og Brasilíu 27. nóvember. Button veitti Vettel mesta keppni á Buddh brautinni í Indlandi í gær, en réð ekki við hraða meistarans. „Ég held að við höfum skilað hámarksárangri. Ég hafði yndi af upplifun helgarinnar. Það verða allir ökumenn spenntir að koma aftur hingað, af því þetta er undraverð braut, hröð og flæðandi," sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Indverska fólkið tók okkur opnum örmum og ég hef aldrei séð svona mikið af brosandi fólki. Áhorfendur voru dásamlegir. Ég vona að Formúla 1 vaxi í Indlandi í framtíðinni og við fáum enn fleiri áhorfendur á næsta ári." Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fjórir ökumenn eiga möguleika á að ná öðru sæti i stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þegar tveimur mótum er ólokið, en McLaren liðið tryggði sér annað sætið í stigamóti bílasmiða í gær, á eftir Red Bull, með árangri liðsins á Buddh brautinni í Indlandi. Jenson Button á McLaren varð í öðru sæti í indverska kappakstrinum á eftir Sebastian Vettel á Red Bull og Lewis Hamilton á Mclaren varð sjöundi, en árangur Button og Hamilton þýddi að McLaren fékk nægilega mörg stig til að tryggja liðinu annað sætið í stigamóti bílasmiða. Button er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Vettel, sem er þegar orðinn heimsmeistari eins og Red Bull liðið er orðið meistari bílsmiða. Button er efstur þeirra sem geta enn náð öðru sætinu, hann er með 240 stig, Fernando Alonso er með 227, Mark Webber og Lewis Hamilton 202. Button stendur því best að vígi fyrir lokamótin tvö, en keppt verður í Abu Dhabi 13. nóvember og Brasilíu 27. nóvember. Button veitti Vettel mesta keppni á Buddh brautinni í Indlandi í gær, en réð ekki við hraða meistarans. „Ég held að við höfum skilað hámarksárangri. Ég hafði yndi af upplifun helgarinnar. Það verða allir ökumenn spenntir að koma aftur hingað, af því þetta er undraverð braut, hröð og flæðandi," sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Indverska fólkið tók okkur opnum örmum og ég hef aldrei séð svona mikið af brosandi fólki. Áhorfendur voru dásamlegir. Ég vona að Formúla 1 vaxi í Indlandi í framtíðinni og við fáum enn fleiri áhorfendur á næsta ári."
Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti