Körfubolti

Jón Arnór og Haukur Helgi töpuðu báðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór í leik með KR árið 2009.
Arnór í leik með KR árið 2009. Mynd/Stefán
Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson töpuðu báðri með liðum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta nú um helgina.

Jón Arnór skoraði sjö stig og tók tvö fráköst er lið hans, CAI Zaragoza, tapaði fyrir Lagun Aro á heimavelli, 86-77. Jón Arnór spilaði í alls 22 mínútur í leiknum en Lagun Aro gerði út um leikinn með því að skora 32 stig gegn sautján í fjórða leikhluta.

Þá náði Haukur Helgi ekki að skora þegar að hans menn í Assignia Manresa töpuðu fyrir Cajasol Banca á útivelli, 76-65. Haukur Helgi spilaði í níu mínútur og gaf á þeim tíma tvær stoðsendingar og tók eitt frákast.

Þetta var fyrsti sigur Lagun Aro á leiktíðinni en CAI Zaragoza er í neðri hluta deildarinnar með tvö stig. Manresa stendur betur að vígi og er með sex stig í efri hlutanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×