Real Madrid valtaði yfir Osasuna, 7-1, í sjaldséðum morgunleik í spænska boltanum. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í leiknum.
Ronaldo kom Real yfir eftir 23 mínútna leik en Ibrahima Balde jafnaði sex mínútum síðar. Lengra komst Osasuna ekki í þessum leik.
Pepé og Higuain skoruðu báðir fyrir hlé og svo gott sem kláruðu leikinn fyrir Real.
Í síðari hálfleiks skoraði Ronaldo tvívegis og Karim Benzema skoraði einnig tvö mörk.
Real er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en Barcelona getur minnkað það forskot í eitt stig í kvöld.
Ronaldo með þrennu í stórsigri Real Madrid

Mest lesið






Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn


„Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“
Íslenski boltinn

