Frakkinn Karim Benzema segir að Real Madrid tefli fram mun sterkara liði í ár en það gerði í fyrra. Hann segir liðið taka stöðugum framförum.
"Við höfum bætt okkur mikið frá síðasta ári. Við vorum góðir í fyrra en erum betri núna. Ég tel okkur samt enn geta bætt okkur og hef ekki trú á öðru en að við munum gera nákvæmlega það," sagði Benzema sem hefur sjálfur leikið mjög vel með Real í vetur.
Madridarliðið vann sinn fyrsta sigur gegn Lyon á útivelli í gær en sigurinn tryggði Real sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.
