Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 22-21 Kolbeinn Tumi Daðason á Ásvöllum skrifar 20. nóvember 2011 00:01 Mynd/Valli Haukar unnu nauman 22-21 sigur á HK á Ásvöllum í dag. Haukar lyfta sér með sigrinum í toppsæti N1-deildarinnar með jafn mörg stig og Fram en leik til góða. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, var besti maður vallarins með 21 skot varið. Gestirnir úr Kópavogi voru sterkari framan af leik og höfðu frumkvæðið. Þeir höfðu þriggja marka forystu 4-7 en Haukar sóttu í sig veðrið ekki síst með frábærri frammistöðu Arons Rafns í markinu. Jafnt var á öllum tölum en heimamenn leiddu með einu marki í hálfleik. Í síðari hálfleik náðu Haukarnir smám saman tökum á leiknum og það þrátt fyrir að vera ítrekað manni færri. Sóknarleikur gestanna úr Kópavogi gekk skelfilega og töpuðu þeir boltanum ítrekað klaufalega í sókninni. Aðeins stórleikur Björns Inga Friðþjófssonar, sem kom í markið í hálfleik, hélt gestunum inni í leiknum. Haukar héldu þriggja marka forystu og virtust ætla að sigla öruggum sigri í hús þegar ungir leikmenn liðsins fóru illa að ráði sínu. Fyrst lét Heimir Óli Heimisson reka sig útaf fyrir að hindra hratt upphlaup gestanna en samherjar hans voru þrátt fyrir allt komnir tilbaka í vörnina. Nemanja Malovic braut svo á Bjarka Má, hornamanni HK, úr opnu færi í kjölfarið og heimamenn tveimur mönnum færri. Sem betur fer voru Haukar komnir í banastuð í sóknarleiknum á þessum tímapunkti og gekk sérstaklega vel að opna hægra hornið fyrir Gylfa Gylfason. Heimamenn náðu að halda forystunni og lönduðu eins marks sigri, 22-21. Haukar fögnuðu sigrinum afar vel í leikslok enda þurftu þeir að hafa töluvert fyrir hlutunum. Þeir virkuðu alls ekki klárir í leikinn í fyrri hálfleik en með baráttu, sem kostaði fjölmargar brottvísanir, unnu þeir sig inn í leikinn og sigur þeirra var sanngjarnt. Aron Rafn var sem fyrr segir bestur í liði heimamanna. Gylfi Gylfason átti einnig fínan leik og skoraði sjö mörk. Þá steig Nemanja Malovic upp á mikilvægum stundum í síðari hálfleik. Erlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson, þjálfarar HK, hafa um nóg að hugsa. Leikmenn HK léku glimrandi vel stóran hluta fyrri hálfleiks en fóru illa að ráði sínu í sóknarleiknum í síðari hálfleik. Boltinn tapaðist ítrekað sökum ónákvæmra sendinga þar sem þeir reyndu oft að koma boltanum inn á aðþrengda línumenn sína. Björn Ingi Friðþjófsson var frábær í marki gestanna fyrri hluta síðari hálfleiks og hélt sínum mönnum inni í leiknum. Bjarki Már Elísson var markahæstur með níu mörk og Tandri Már Konráðsson kom næstur með fimm. Aron Rafn: Æsist upp við að fá boltann í andlitið„Þetta var mjög sætur sigur. Þetta gerist ekki skemmtilegra, bæði fyrir áhorfendur og okkur sjálfa," sagði Aron Rafn Eðvarsson markvörður Hauka. Aron Rafn var í banastuði í leiknum, varði 21 skot þar af eitt vítakast. „Já, mikið af dauðafærum og víti. Ég fékk hann líka tvisvar í andlitið sem að hressir mann bara við. Þá verður maður æstari og vill verja meira," sagði Aron sem brást ekkert sérstaklega vel við þegar Bjarki Már skaut í andlit hans úr hröðu upphlaupi í síðari hálfleiknum. „Við Bjarki erum fínir félagar. Það er gaman að þessu. Maður er reiður í fimm sekúndur og svo hristir maður þetta af sér," sagði Aron sem var fljótur að taka í spaðann á Bjarka Má eftir andlitsskotið. Haukar voru lengi í gang í leiknum í dag og Aron sagði líklega um að kenna hversu langt væri síðan liðið hefði spilað leik. Fyrir utan sigurinn á ÍBV í bikarnum hefði liðið aðeins æft og ekkert spilað í þrjár vikur vegna frestunar leikja og landsleikjahlés. Haukar virkuðu með unninn leik í höndunum seint í síðari hálfleik þegar Heimir Óli Heimisson og Nemanja Malovic létu reka sig klaufalega af velli. „Við fengum tvær klaufa tvær mínútur í lokin sem tapaði næstum því leiknum fyrir okkur. En þetta slapp sem betur fer þótt við hefðum verið tveimur færri," sem sagði að reynsluleysi líklega ástæðuna fyrir óskynsamlegum brotum liðsfélaga sinna. Haukar eru komnir á toppinn í N1-deildinni með jafnmörg stig og Fram auk þess að eiga leik inni „Já, þar eigum við að vera. Þar líður okkur best. Það er alltaf markmiðið hjá Haukum að vera á toppnum," sagði Aron Rafn. Ólafur Bjarki: Vantaði að nokkrir leikmenn stigu uppÓlafur Bjarki Ragnarsson, leikstjórandi HK, stýrði sóknarleik síns liðs með myndarbrag í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik gekk hins vegar hvorki né rak. „Í síðari hálfleik datt sóknarleikurinn niður hjá okkur auk þess sem við vorum ekki nógu mikið á tánum í vörninni. Við skoruðum ekki heillengi og það er ekki nógu gott,“ sagði Ólafur Bjarki. HK-ingar voru manni fleiri framan af fyrri hálfleik auk þess sem Björn Ingi varði vel í marki þeirra. Þrátt fyrir það gekk ekkert í sókninni. „Við náðum ekki að nýta liðsmuninn nógu vel og það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Við höfum áður lent í þessu veseni og vorum búnir að fara yfir þetta fyrir leikinn en það hefur ekki skilað sér nógu vel.“ HK tapaði í fyrstu umferð Íslandsmótsins gegn Haukum á heimavelli. Ólafur Bjarki sagði liðið þá ekki hafa mætt til leiks og liðið væri í mun betra standi núna. „Við erum miklu betra lið í dag en í fyrsta leik. Engin spurning. Það vantaði bara að nokkrir leikmenn stigu upp í dag og þá hefði þetta farið öðruvísi.“ Eins og sóknarleikurinn virkaði ágætur í fyrri hálfleik virkuðu leikmenn HK hreinlega stressaðir í síðari hálfleiknum. „Já, ég veit ekki hvort að menn séu eitthvað stressaðir. Yfirleitt þegar menn koma inn á völlinn eftir að hafa beðið lengi þá finnur maður ekki fyrir stressi. En það getur verið hjá þeim sem koma inn af bekknum. Það ætti samt ekki að vera.“ Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Haukar unnu nauman 22-21 sigur á HK á Ásvöllum í dag. Haukar lyfta sér með sigrinum í toppsæti N1-deildarinnar með jafn mörg stig og Fram en leik til góða. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, var besti maður vallarins með 21 skot varið. Gestirnir úr Kópavogi voru sterkari framan af leik og höfðu frumkvæðið. Þeir höfðu þriggja marka forystu 4-7 en Haukar sóttu í sig veðrið ekki síst með frábærri frammistöðu Arons Rafns í markinu. Jafnt var á öllum tölum en heimamenn leiddu með einu marki í hálfleik. Í síðari hálfleik náðu Haukarnir smám saman tökum á leiknum og það þrátt fyrir að vera ítrekað manni færri. Sóknarleikur gestanna úr Kópavogi gekk skelfilega og töpuðu þeir boltanum ítrekað klaufalega í sókninni. Aðeins stórleikur Björns Inga Friðþjófssonar, sem kom í markið í hálfleik, hélt gestunum inni í leiknum. Haukar héldu þriggja marka forystu og virtust ætla að sigla öruggum sigri í hús þegar ungir leikmenn liðsins fóru illa að ráði sínu. Fyrst lét Heimir Óli Heimisson reka sig útaf fyrir að hindra hratt upphlaup gestanna en samherjar hans voru þrátt fyrir allt komnir tilbaka í vörnina. Nemanja Malovic braut svo á Bjarka Má, hornamanni HK, úr opnu færi í kjölfarið og heimamenn tveimur mönnum færri. Sem betur fer voru Haukar komnir í banastuð í sóknarleiknum á þessum tímapunkti og gekk sérstaklega vel að opna hægra hornið fyrir Gylfa Gylfason. Heimamenn náðu að halda forystunni og lönduðu eins marks sigri, 22-21. Haukar fögnuðu sigrinum afar vel í leikslok enda þurftu þeir að hafa töluvert fyrir hlutunum. Þeir virkuðu alls ekki klárir í leikinn í fyrri hálfleik en með baráttu, sem kostaði fjölmargar brottvísanir, unnu þeir sig inn í leikinn og sigur þeirra var sanngjarnt. Aron Rafn var sem fyrr segir bestur í liði heimamanna. Gylfi Gylfason átti einnig fínan leik og skoraði sjö mörk. Þá steig Nemanja Malovic upp á mikilvægum stundum í síðari hálfleik. Erlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson, þjálfarar HK, hafa um nóg að hugsa. Leikmenn HK léku glimrandi vel stóran hluta fyrri hálfleiks en fóru illa að ráði sínu í sóknarleiknum í síðari hálfleik. Boltinn tapaðist ítrekað sökum ónákvæmra sendinga þar sem þeir reyndu oft að koma boltanum inn á aðþrengda línumenn sína. Björn Ingi Friðþjófsson var frábær í marki gestanna fyrri hluta síðari hálfleiks og hélt sínum mönnum inni í leiknum. Bjarki Már Elísson var markahæstur með níu mörk og Tandri Már Konráðsson kom næstur með fimm. Aron Rafn: Æsist upp við að fá boltann í andlitið„Þetta var mjög sætur sigur. Þetta gerist ekki skemmtilegra, bæði fyrir áhorfendur og okkur sjálfa," sagði Aron Rafn Eðvarsson markvörður Hauka. Aron Rafn var í banastuði í leiknum, varði 21 skot þar af eitt vítakast. „Já, mikið af dauðafærum og víti. Ég fékk hann líka tvisvar í andlitið sem að hressir mann bara við. Þá verður maður æstari og vill verja meira," sagði Aron sem brást ekkert sérstaklega vel við þegar Bjarki Már skaut í andlit hans úr hröðu upphlaupi í síðari hálfleiknum. „Við Bjarki erum fínir félagar. Það er gaman að þessu. Maður er reiður í fimm sekúndur og svo hristir maður þetta af sér," sagði Aron sem var fljótur að taka í spaðann á Bjarka Má eftir andlitsskotið. Haukar voru lengi í gang í leiknum í dag og Aron sagði líklega um að kenna hversu langt væri síðan liðið hefði spilað leik. Fyrir utan sigurinn á ÍBV í bikarnum hefði liðið aðeins æft og ekkert spilað í þrjár vikur vegna frestunar leikja og landsleikjahlés. Haukar virkuðu með unninn leik í höndunum seint í síðari hálfleik þegar Heimir Óli Heimisson og Nemanja Malovic létu reka sig klaufalega af velli. „Við fengum tvær klaufa tvær mínútur í lokin sem tapaði næstum því leiknum fyrir okkur. En þetta slapp sem betur fer þótt við hefðum verið tveimur færri," sem sagði að reynsluleysi líklega ástæðuna fyrir óskynsamlegum brotum liðsfélaga sinna. Haukar eru komnir á toppinn í N1-deildinni með jafnmörg stig og Fram auk þess að eiga leik inni „Já, þar eigum við að vera. Þar líður okkur best. Það er alltaf markmiðið hjá Haukum að vera á toppnum," sagði Aron Rafn. Ólafur Bjarki: Vantaði að nokkrir leikmenn stigu uppÓlafur Bjarki Ragnarsson, leikstjórandi HK, stýrði sóknarleik síns liðs með myndarbrag í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik gekk hins vegar hvorki né rak. „Í síðari hálfleik datt sóknarleikurinn niður hjá okkur auk þess sem við vorum ekki nógu mikið á tánum í vörninni. Við skoruðum ekki heillengi og það er ekki nógu gott,“ sagði Ólafur Bjarki. HK-ingar voru manni fleiri framan af fyrri hálfleik auk þess sem Björn Ingi varði vel í marki þeirra. Þrátt fyrir það gekk ekkert í sókninni. „Við náðum ekki að nýta liðsmuninn nógu vel og það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Við höfum áður lent í þessu veseni og vorum búnir að fara yfir þetta fyrir leikinn en það hefur ekki skilað sér nógu vel.“ HK tapaði í fyrstu umferð Íslandsmótsins gegn Haukum á heimavelli. Ólafur Bjarki sagði liðið þá ekki hafa mætt til leiks og liðið væri í mun betra standi núna. „Við erum miklu betra lið í dag en í fyrsta leik. Engin spurning. Það vantaði bara að nokkrir leikmenn stigu upp í dag og þá hefði þetta farið öðruvísi.“ Eins og sóknarleikurinn virkaði ágætur í fyrri hálfleik virkuðu leikmenn HK hreinlega stressaðir í síðari hálfleiknum. „Já, ég veit ekki hvort að menn séu eitthvað stressaðir. Yfirleitt þegar menn koma inn á völlinn eftir að hafa beðið lengi þá finnur maður ekki fyrir stressi. En það getur verið hjá þeim sem koma inn af bekknum. Það ætti samt ekki að vera.“
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira