Real vann Valencia í hörkuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Valencia en með sigri heimamanna, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, hefði aðeins eitt stig skilið að efstu þrjú lið deildarinnar - Real, Barcelona og Valencia. En Madrídingar létu ekki segjast og hafa nú þriggja stiga forystu á Barcelona og átta stiga forystu á Valencia í þrijða sætinu. Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins með afar laglegu marki. Xabi Alonso átti sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skoraði Benzema með föstu viðstöðulausu skoti eftir að hafa lagt boltann fyrir sig. Þannig stóðu leikar næstu 52 mínúturnar og með ólíkindum að enginn leikmaður hafi fengið að líta rauða spjaldið, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks þegar sauð nokkrum sinnum upp úr á milli leikmanna. Einn þeirra sem hafði sig hvað mest frammi, varnarmaðurinn Sergio Ramos, sá svo um að skora næsta mark Real í leiknum en það gerði hann með skalla efti hornspyrnu Mesut Özil á 72. mínútu. Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real, hélt þó spennu í leiknum er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok mark. Boltinn datt fyrir hann í teig gestanna og skoraði hann með föstu skoti í markhornið fjær. En þá var komið að Cristiano Ronaldo sem náði að vinna boltann af markverðinum Diego Alves í návígi eftir skógarhlaup þess síðarnefnda. Ronaldo skoraði fram hjá varnarmanni úr þröngu færi eftir að hafa skilið Alves eftir. Þó létu heimamenn ekki segjast og Soldado náði að skora aftur, í þetta sinn sjö mínútum fyrir leikslok. Pablo Hernandez gerði vel þegar hann náði til boltans við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Soldado náði að skora af stuttu færi. Real Madrid, sem hafði aðeins fengið á sig eitt deildarmark á útivelli á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld, náði þó að halda forystunni til leiksloka. Það stóð þó mjög tæpt því á lokamínútu venjulegst leiktíma náði Soldado að koma knettinum í netið en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Valencia fékk svo tvær hornspyrnur á fimmtu mínútur uppbótartímans en eftir þá fyrri náði Iker Casillas að verja eftir skalla af stuttu færi. Heimamenn vildu einnig fá dæmda vítaspyrnu á Marcelo fyrir að handleika knöttinn en endursýningar í sjónvarpi gáfu til kynna að boltinn hafi ekki farið í hönd hans. Leikmenn Valencia voru engu að síður frá sér af bræði og mótmæltu kröftuglega í leikslok. Allt kom fyrir ekki og Real fagnaði góðum sigri. Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Arsenal gæti spilað á Wembley á meðan Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Valencia en með sigri heimamanna, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, hefði aðeins eitt stig skilið að efstu þrjú lið deildarinnar - Real, Barcelona og Valencia. En Madrídingar létu ekki segjast og hafa nú þriggja stiga forystu á Barcelona og átta stiga forystu á Valencia í þrijða sætinu. Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins með afar laglegu marki. Xabi Alonso átti sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skoraði Benzema með föstu viðstöðulausu skoti eftir að hafa lagt boltann fyrir sig. Þannig stóðu leikar næstu 52 mínúturnar og með ólíkindum að enginn leikmaður hafi fengið að líta rauða spjaldið, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks þegar sauð nokkrum sinnum upp úr á milli leikmanna. Einn þeirra sem hafði sig hvað mest frammi, varnarmaðurinn Sergio Ramos, sá svo um að skora næsta mark Real í leiknum en það gerði hann með skalla efti hornspyrnu Mesut Özil á 72. mínútu. Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real, hélt þó spennu í leiknum er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok mark. Boltinn datt fyrir hann í teig gestanna og skoraði hann með föstu skoti í markhornið fjær. En þá var komið að Cristiano Ronaldo sem náði að vinna boltann af markverðinum Diego Alves í návígi eftir skógarhlaup þess síðarnefnda. Ronaldo skoraði fram hjá varnarmanni úr þröngu færi eftir að hafa skilið Alves eftir. Þó létu heimamenn ekki segjast og Soldado náði að skora aftur, í þetta sinn sjö mínútum fyrir leikslok. Pablo Hernandez gerði vel þegar hann náði til boltans við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Soldado náði að skora af stuttu færi. Real Madrid, sem hafði aðeins fengið á sig eitt deildarmark á útivelli á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld, náði þó að halda forystunni til leiksloka. Það stóð þó mjög tæpt því á lokamínútu venjulegst leiktíma náði Soldado að koma knettinum í netið en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Valencia fékk svo tvær hornspyrnur á fimmtu mínútur uppbótartímans en eftir þá fyrri náði Iker Casillas að verja eftir skalla af stuttu færi. Heimamenn vildu einnig fá dæmda vítaspyrnu á Marcelo fyrir að handleika knöttinn en endursýningar í sjónvarpi gáfu til kynna að boltinn hafi ekki farið í hönd hans. Leikmenn Valencia voru engu að síður frá sér af bræði og mótmæltu kröftuglega í leikslok. Allt kom fyrir ekki og Real fagnaði góðum sigri.
Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Arsenal gæti spilað á Wembley á meðan Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira