Fögnum með framhaldsskólanemum Andri Steinn Hilmarsson skrifar 17. nóvember 2011 12:34 Ekki láta þér bregða rekist þú á hóp námsmanna hlaupandi um stræti borgarinnar brosandi út að eyrum. Í dag fögnum við nefnilega alþjóðlegum degi námsmanna. Í áraraðir hefur 17. nóvember verið haldinn hátíðlegur en uppruna dagsins má rekja aftur til ársins 1939, þegar Þjóðverjar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Meðal þeirra sem börðust gegn hersetu þjóðverja voru námsmenn. Á þjóðhátíðardegi Tékkóslóvakíu flykktust námsmenn út á götur Prag og mótmæltu, en mættu harkalegum viðbrögðum. Jan Opletal, leiðtogi námsmanna, særðist illa í þessum mótmælum en lést stuttu síðar af sárum sínum. Mörg þúsund landsmenn fylgdu honum til grafar og í kjölfarið var efnt til annara mótmæla þann 17. nóvember. Þann dag voru 9 mótmælendur teknir af lífi og aðrir 1200 sendir í útrýmingarbúðir nasista og skólum landsins lokað. Þremur árum síðar var 17.nóvember viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur námsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) hefur frá árinu 2007 staðið vörð um áunnin réttindi framhaldsskólanema á íslandi og barist fyrir bættum kjörum. Áður höfðu félög á borð við Iðnnemasamband Íslands, Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema, og Félag framhaldsskólanema sinnt hagsmunagæslu og byggt þær stoðir er SÍF byggir nú á. Í dag eiga allir framhaldsskólar á Íslandi aðild að félaginu og eiga framhaldsskólanemar nú í fyrsta sinn sameiginlegann málsvara sem haldið getur uppi þeirra vörnum. Við erum að upplifa undarlega tíma, mikill niðurskurður hefur orðið í þjóðfélaginu og framhaldsskólanemar þurfa að lifa í stöðugum ótta við það, að í næsta skipti er niðurskurðarhnífurinn er hafinn á loft, gangi hann okkur of nærri. Forræðishyggja skólayfirvalda hefur náð nýjum hæðum og fá framhaldsskólanemar varla að draga andann án samþykkis yfirvalda. Svo þegar að þú mætir framhaldsskólanema á morgun, þá ættir þú að stöðva hann, og spyrja hann, svona til tilbreytingar, hvað honum finnist. Því þegar uppi er staðið, eru þetta hagsmunir okkra allra, og skoðanir okkar eiga alltaf rétt á sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ekki láta þér bregða rekist þú á hóp námsmanna hlaupandi um stræti borgarinnar brosandi út að eyrum. Í dag fögnum við nefnilega alþjóðlegum degi námsmanna. Í áraraðir hefur 17. nóvember verið haldinn hátíðlegur en uppruna dagsins má rekja aftur til ársins 1939, þegar Þjóðverjar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Meðal þeirra sem börðust gegn hersetu þjóðverja voru námsmenn. Á þjóðhátíðardegi Tékkóslóvakíu flykktust námsmenn út á götur Prag og mótmæltu, en mættu harkalegum viðbrögðum. Jan Opletal, leiðtogi námsmanna, særðist illa í þessum mótmælum en lést stuttu síðar af sárum sínum. Mörg þúsund landsmenn fylgdu honum til grafar og í kjölfarið var efnt til annara mótmæla þann 17. nóvember. Þann dag voru 9 mótmælendur teknir af lífi og aðrir 1200 sendir í útrýmingarbúðir nasista og skólum landsins lokað. Þremur árum síðar var 17.nóvember viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur námsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) hefur frá árinu 2007 staðið vörð um áunnin réttindi framhaldsskólanema á íslandi og barist fyrir bættum kjörum. Áður höfðu félög á borð við Iðnnemasamband Íslands, Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema, og Félag framhaldsskólanema sinnt hagsmunagæslu og byggt þær stoðir er SÍF byggir nú á. Í dag eiga allir framhaldsskólar á Íslandi aðild að félaginu og eiga framhaldsskólanemar nú í fyrsta sinn sameiginlegann málsvara sem haldið getur uppi þeirra vörnum. Við erum að upplifa undarlega tíma, mikill niðurskurður hefur orðið í þjóðfélaginu og framhaldsskólanemar þurfa að lifa í stöðugum ótta við það, að í næsta skipti er niðurskurðarhnífurinn er hafinn á loft, gangi hann okkur of nærri. Forræðishyggja skólayfirvalda hefur náð nýjum hæðum og fá framhaldsskólanemar varla að draga andann án samþykkis yfirvalda. Svo þegar að þú mætir framhaldsskólanema á morgun, þá ættir þú að stöðva hann, og spyrja hann, svona til tilbreytingar, hvað honum finnist. Því þegar uppi er staðið, eru þetta hagsmunir okkra allra, og skoðanir okkar eiga alltaf rétt á sér.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar