Þarf að borga 950 þúsund vegna bloggfærslu 30. nóvember 2011 13:19 Héraðsdómur Reykjavíkur ly Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Málið snýst um nágrannaerjur í Aratúni síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir en hús þeirra eru hlið við hlið. Bloggarinn er vinur hjónanna og birti hann á vefsvæði sínu grein með fyrirsögninni „Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla" síðasta sumar. Þar lýsti hann ofbeldi sem vinafólk hans í götunni eiga að hafa sætt af hálfu nágranna sína. Hann fullyrti að fólkið hafi sætt ótrúlegu ofbeldi af hálfu konunnar og fjölskyldu hennar, þar sem meðal annars hafi verið ráðist að vinkonu hans og tveggja ára dóttur hennar með piparúða. Maðurinn mótmælti kröfum konunnar um að dæma ummæli sem hann lét falla dauð og ómerk. Hann telur að enginn ummælanna geti talist ærumeiðandi og segir að tilgangurinn með skrifunum hafi verið sá að vekja athygli á því óréttlæti sem honum fannst vinafólk sitt vera beitt og athafnaleysi yfirvalda í málum af þessum toga. Í niðurstöðu dómara segir að þótt ætla verði bloggurum svigrúm til þess að fjalla um málefni sem eiga erindi til almennings og séu hluti af þjóðfélagsumræðu „verður að gera þær kröfur til þeirra að umfjöllunarefni þeirra séu sett fram með málefnalegum hætti." Þá segir að þótt konan „hafi sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð nágranna sinna, sbr. það sem rakið er í framburði þeirra hér að framan, þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda [bloggarans,innsk.blm] að stefnandi [konan, innsk.blm] hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð." Dómarinn segir að óumdeilt sé að konan hafi hlotið daum fyrir 20 árum og fyrir 30 árum en upprifjun bloggarans sé tilefnislaus og óviðurkvæmileg. Sú fullyrðing mannsins að konan eigi langan brotaferil að baki, sé úr lausu lofti gripin og sé ekki sannleikanum samkvæm. Auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur þarf hann að greiða allan málskostnað sem er 650 þúsund krónur. Dómarinn dæmdi eftirfarandi ummæli dauð og ómerk: „Siðblint ofbeldisfólk" „Brynja og Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra… og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur" „og núna fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur sína á fanginu." „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá." „Ítrekað ofbeldi og einbeittur brotavilji hjónanna í Aratúni á ekki að líðast." „Hjónin, sem komust í fjölmiðla í sumar fyrir hrottalegar ofsóknir og ofbeldi á hendur nágrönnum sínum, sem flúðu í kjölfarið heimili sitt, eiga langan brotaferil að baki." „Hjónin í Aratúni hafa beitt nágranna sína bæði þar og þar sem þau hafa búið áður grófu ofbeldi ..." Nágrannadeilur í Aratúni Garðabær Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Málið snýst um nágrannaerjur í Aratúni síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir en hús þeirra eru hlið við hlið. Bloggarinn er vinur hjónanna og birti hann á vefsvæði sínu grein með fyrirsögninni „Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla" síðasta sumar. Þar lýsti hann ofbeldi sem vinafólk hans í götunni eiga að hafa sætt af hálfu nágranna sína. Hann fullyrti að fólkið hafi sætt ótrúlegu ofbeldi af hálfu konunnar og fjölskyldu hennar, þar sem meðal annars hafi verið ráðist að vinkonu hans og tveggja ára dóttur hennar með piparúða. Maðurinn mótmælti kröfum konunnar um að dæma ummæli sem hann lét falla dauð og ómerk. Hann telur að enginn ummælanna geti talist ærumeiðandi og segir að tilgangurinn með skrifunum hafi verið sá að vekja athygli á því óréttlæti sem honum fannst vinafólk sitt vera beitt og athafnaleysi yfirvalda í málum af þessum toga. Í niðurstöðu dómara segir að þótt ætla verði bloggurum svigrúm til þess að fjalla um málefni sem eiga erindi til almennings og séu hluti af þjóðfélagsumræðu „verður að gera þær kröfur til þeirra að umfjöllunarefni þeirra séu sett fram með málefnalegum hætti." Þá segir að þótt konan „hafi sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð nágranna sinna, sbr. það sem rakið er í framburði þeirra hér að framan, þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda [bloggarans,innsk.blm] að stefnandi [konan, innsk.blm] hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð." Dómarinn segir að óumdeilt sé að konan hafi hlotið daum fyrir 20 árum og fyrir 30 árum en upprifjun bloggarans sé tilefnislaus og óviðurkvæmileg. Sú fullyrðing mannsins að konan eigi langan brotaferil að baki, sé úr lausu lofti gripin og sé ekki sannleikanum samkvæm. Auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur þarf hann að greiða allan málskostnað sem er 650 þúsund krónur. Dómarinn dæmdi eftirfarandi ummæli dauð og ómerk: „Siðblint ofbeldisfólk" „Brynja og Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra… og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur" „og núna fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur sína á fanginu." „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá." „Ítrekað ofbeldi og einbeittur brotavilji hjónanna í Aratúni á ekki að líðast." „Hjónin, sem komust í fjölmiðla í sumar fyrir hrottalegar ofsóknir og ofbeldi á hendur nágrönnum sínum, sem flúðu í kjölfarið heimili sitt, eiga langan brotaferil að baki." „Hjónin í Aratúni hafa beitt nágranna sína bæði þar og þar sem þau hafa búið áður grófu ofbeldi ..."
Nágrannadeilur í Aratúni Garðabær Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira