Fimmtíu þúsund undirskriftir gætu haft áhrif á afstöðu Bjarna 6. febrúar 2011 13:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins styður Icesavesamninginn en sú afstaða hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins. Á opnum fundi sem haldinn var í Valhöll í gær var mörgum fundarmönnum tíðrætt um að réttast væri að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar málið fór síðast fyrir þjóðina var efnahagslegt sjálfstæði okkar í húfi, mér finnst það ekki eiga við núna. Þá voru langir undirskriftarlistar sem lágu fyrir, fimmtíu þúsund manns að ég held og þá var málið líka umdeilt í þinginu og lengstu umræður í þingsögunni fóru fram," segir Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki útilokað það hvort að málið fari til þjóðarinnar. Einhverjir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og undir það tekur Björn Bjarnason fyrrum ráðherra flokksins. Hann segir á heimasíðu sinni að meginrökin séu þau að málið sé nú í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæaðgreiðslu, þetta eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin. En hvað með afstöðu Indfence-hópsins,sem styður ekki núverandi samning. Hefði það áhrif á afstöðu Bjarna ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir? „Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif en það er mikill munur á umsögn Indefencehópsins á þessum samningi og þeim fyrri. Þeir geta ekki hlaupið frá þeirri umsögn sem þeir skiluðu inn til þingsins, þar gerðu þeir aðeins áskilnað um einn fyrirvara. Það mátti ekkert skilja það öðruvísi en að þeir myndu styðja samninginn ef sú tillaga næði fram að ganga. Sú breytingartillaga snérist um að sett yrði inn í lög að tiltekinn lagaskilningur um meðferð þrotabúsins myndi ráða för. Ég tel hinsvegar fullnægjandi að íslenskum dómstólum verði falið að meta hvaða reglur íslensk lög geyma með sér um það efni." Fréttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins styður Icesavesamninginn en sú afstaða hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins. Á opnum fundi sem haldinn var í Valhöll í gær var mörgum fundarmönnum tíðrætt um að réttast væri að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar málið fór síðast fyrir þjóðina var efnahagslegt sjálfstæði okkar í húfi, mér finnst það ekki eiga við núna. Þá voru langir undirskriftarlistar sem lágu fyrir, fimmtíu þúsund manns að ég held og þá var málið líka umdeilt í þinginu og lengstu umræður í þingsögunni fóru fram," segir Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki útilokað það hvort að málið fari til þjóðarinnar. Einhverjir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og undir það tekur Björn Bjarnason fyrrum ráðherra flokksins. Hann segir á heimasíðu sinni að meginrökin séu þau að málið sé nú í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæaðgreiðslu, þetta eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin. En hvað með afstöðu Indfence-hópsins,sem styður ekki núverandi samning. Hefði það áhrif á afstöðu Bjarna ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir? „Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif en það er mikill munur á umsögn Indefencehópsins á þessum samningi og þeim fyrri. Þeir geta ekki hlaupið frá þeirri umsögn sem þeir skiluðu inn til þingsins, þar gerðu þeir aðeins áskilnað um einn fyrirvara. Það mátti ekkert skilja það öðruvísi en að þeir myndu styðja samninginn ef sú tillaga næði fram að ganga. Sú breytingartillaga snérist um að sett yrði inn í lög að tiltekinn lagaskilningur um meðferð þrotabúsins myndi ráða för. Ég tel hinsvegar fullnægjandi að íslenskum dómstólum verði falið að meta hvaða reglur íslensk lög geyma með sér um það efni."
Fréttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira