Körfubolti

Sundsvall vann 33 stiga stórsigur á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Sigurðarson skoraði 19 stig á 25 mínútum í kvöld.
Jakob Sigurðarson skoraði 19 stig á 25 mínútum í kvöld. Mynd/Valli
Sundsvall styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta með 33 stiga sigri á 08 Stockholm, 100-67 á heimavelli í kvöld. Þetta var fimmti sigur Sundsvall-liðsins í röð og ennfremur 18. sigurinn í síðustu 19 leikjum. Sundsvall er með sex stiga forskot á LF Basket á toppnum.

Jakob Sigurðarson var með 19 stig, 6 fráköst á 25 mínútum og Hlynur Bæringsson var með 9 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar á 15 mínútum. Saman hittu þeir félagar úr 11 af 18 skotum sínum.

Jakob hitti úr sex af fyrstu níu skotum sínum og var kominn með 16 stig í hálfleik. Sundsvall var 27-24 yfir eftir fyrsta leikhlutann en var komið með 18 stiga forskot í hálfleik, 55-37. Hlynur var með öll sín 9 stig í fyrri hálfleiknum en hann spilaði aðeins tæpar 4 mínútur í seinni hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×