Faglegar ráðningar í æðstu embætti Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2011 06:00 Fagleg og trúverðug umgjörð um ráðningar skapar traust á stjórnsýslunni. Í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rætt um slæm áhrif pólitískra ráðninga. Meðal annars er bent á að taka þurfi á pólitískum ráðningum í mikilvægar stöður, svo sem ráðuneytisstjóra og nefnt að fyrir hrun hafi formaður bankastjórnar Seðlabankans verið ráðinn pólitískt og eins er nefndur fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á gamalársdag var viðtal við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og einn af höfundum 8. kafla rannsóknarskýrslunnar. Þar heldur Salvör því fram að ekki hafi dregið úr pólitískum ráðningum á undanförnum mánuðum, eftir útkomu skýrslunnar, heldur þvert á móti. Ekki gerði Salvör tilraun til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu á neinn hátt í viðtalinu. Árið 2006 skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson prófessor grein um pólitískar ráðningar í veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar skilgreinir hann pólitískrar ráðningar á þann hátt að „með pólitískum ráðningum sé átt við að grunur leiki á að við tiltekna ráðningu innan faglegrar stjórnsýslu hafi pólitísk sjónarmið ráðið frekar en fagleg". Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru ráðningar starfsmanna þar stór þáttur. Staðreyndirnar tala sínu máli. Frá því að ríkisstjórnir mínar tóku við hefur verið skipað í fjölmargar stöður innan stjórnkerfisins og af þeim ráðningum má ljóst vera að margt hefur færst til betri vegar. Skipað hefur verið í fjórar stöður ráðuneytisstjóra þ.e. í mennta- og menningarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Stöðurnar voru allar auglýstar og í öllum tilvikum sá hæfnismatsnefnd um að meta hæfi umsækjenda og taka við þá viðtöl áður en ráðherra tók ákvörðun. Engin þessara skipana hefur verið talin pólitísk, samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan. Þá hafa verið gerðar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands og ráðningarferill seðlabankastjóra endurskoðaður með tilkomu lögbundinnar hæfnismatsnefndar auk þess sem hæfniskröfur til að gegna embætti seðlabankastjóra hafa verið lögfestar. Jafnframt hafa verið lögfestar löngu tímabærar breytingar á verklagi við skipun dómara hér á landi, bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara, og hefur ráðningarvaldið þar í raun verið fært frá sitjandi innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra) á hverjum tíma til faglegrar hæfnismatsnefndar. Ráðherra þarf samþykki Alþingis vilji hann víkja frá niðurstöðu hæfnismatsnefndarinnar. Einnig hefur þess verið gætt í tengslum við sameiningar ráðuneyta að faglega sé staðið að skipun skrifstofustjóra. Í nýlegri skýrslu nefndar sem ég skipaði til þess að undirbúa breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands er sérstaklega fjallað um ráðningar. Þar er m.a. lagt til að það fyrirkomulag verði fest í sessi að hæfnismatsnefndir eða ráðningarnefndir undirbúi ráðningar æðstu embættismanna. Í skýrslunni er rætt um mikilvægi þess að útrýma pólitískum ráðningum innan stjórnsýslunnar til að auka traust á henni. Þegar er hafin vinna við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd. Markmiðið er að faglega sé staðið að ráðningum í stjórnkerfinu öllu og hæfasta fólkið ráðið hverju sinni. Ég fullyrði að pólitísk sjónarmið eru á undanhaldi í þessu sambandi og mun faglegar hefur verið staðið að ráðningum í stöður æðstu embættismanna í tíð núverandi ríkisstjórnar en áður hefur tíðkast. Engu að síður tel ég að við getum gert enn betur og mun ég áfram beita mér til að svo megi verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Fagleg og trúverðug umgjörð um ráðningar skapar traust á stjórnsýslunni. Í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rætt um slæm áhrif pólitískra ráðninga. Meðal annars er bent á að taka þurfi á pólitískum ráðningum í mikilvægar stöður, svo sem ráðuneytisstjóra og nefnt að fyrir hrun hafi formaður bankastjórnar Seðlabankans verið ráðinn pólitískt og eins er nefndur fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á gamalársdag var viðtal við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og einn af höfundum 8. kafla rannsóknarskýrslunnar. Þar heldur Salvör því fram að ekki hafi dregið úr pólitískum ráðningum á undanförnum mánuðum, eftir útkomu skýrslunnar, heldur þvert á móti. Ekki gerði Salvör tilraun til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu á neinn hátt í viðtalinu. Árið 2006 skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson prófessor grein um pólitískar ráðningar í veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar skilgreinir hann pólitískrar ráðningar á þann hátt að „með pólitískum ráðningum sé átt við að grunur leiki á að við tiltekna ráðningu innan faglegrar stjórnsýslu hafi pólitísk sjónarmið ráðið frekar en fagleg". Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru ráðningar starfsmanna þar stór þáttur. Staðreyndirnar tala sínu máli. Frá því að ríkisstjórnir mínar tóku við hefur verið skipað í fjölmargar stöður innan stjórnkerfisins og af þeim ráðningum má ljóst vera að margt hefur færst til betri vegar. Skipað hefur verið í fjórar stöður ráðuneytisstjóra þ.e. í mennta- og menningarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Stöðurnar voru allar auglýstar og í öllum tilvikum sá hæfnismatsnefnd um að meta hæfi umsækjenda og taka við þá viðtöl áður en ráðherra tók ákvörðun. Engin þessara skipana hefur verið talin pólitísk, samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan. Þá hafa verið gerðar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands og ráðningarferill seðlabankastjóra endurskoðaður með tilkomu lögbundinnar hæfnismatsnefndar auk þess sem hæfniskröfur til að gegna embætti seðlabankastjóra hafa verið lögfestar. Jafnframt hafa verið lögfestar löngu tímabærar breytingar á verklagi við skipun dómara hér á landi, bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara, og hefur ráðningarvaldið þar í raun verið fært frá sitjandi innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra) á hverjum tíma til faglegrar hæfnismatsnefndar. Ráðherra þarf samþykki Alþingis vilji hann víkja frá niðurstöðu hæfnismatsnefndarinnar. Einnig hefur þess verið gætt í tengslum við sameiningar ráðuneyta að faglega sé staðið að skipun skrifstofustjóra. Í nýlegri skýrslu nefndar sem ég skipaði til þess að undirbúa breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands er sérstaklega fjallað um ráðningar. Þar er m.a. lagt til að það fyrirkomulag verði fest í sessi að hæfnismatsnefndir eða ráðningarnefndir undirbúi ráðningar æðstu embættismanna. Í skýrslunni er rætt um mikilvægi þess að útrýma pólitískum ráðningum innan stjórnsýslunnar til að auka traust á henni. Þegar er hafin vinna við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd. Markmiðið er að faglega sé staðið að ráðningum í stjórnkerfinu öllu og hæfasta fólkið ráðið hverju sinni. Ég fullyrði að pólitísk sjónarmið eru á undanhaldi í þessu sambandi og mun faglegar hefur verið staðið að ráðningum í stöður æðstu embættismanna í tíð núverandi ríkisstjórnar en áður hefur tíðkast. Engu að síður tel ég að við getum gert enn betur og mun ég áfram beita mér til að svo megi verða.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun