Körfubolti

Haukur með flottan leik - skoraði 13 stig á 14 mínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson skorar hér fyrir Maryland í nótt.
Haukur Helgi Pálsson skorar hér fyrir Maryland í nótt. Mynd/AP
Haukur Helgi Pálsson átti mjög góðan leik með Maryland-liðinu í bandaríska háskólaboltanum í nótt þegar liðið vann 54 stiga sigur á Longwood-háskólanum, 106-52, á heimavelli. Haukur skoraði 13 stig á 14 mínútum í leiknum en hann átti frábæra innkomu í fyrri hálfleiknum.

Haukur var auk stiganna með 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta en hann hitti úr 5 af 6 skotum sínum þar af 2 af 3 fyrir utan þriggja stiga línuna.

Haukur hitti úr öllum fjórum skotum sínum í fyrri hálfleik og var þá með 10 stig (tvo þrista) á sex mínútum á meðan að Maryland náði 50-22 forskoti. Haukur var síðan með fjórar stoðsendingar í seinni hálfleiknum.

Þetta er það mesta sem Haukur hefur skorað fyrir Maryland í einum leik en hann hefur verið að stimpla sig inn í síðustu leikjum liðsins og er að fá að spila mun meira heldur en í upphafi tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×