Milljarða skattsvik norskra útvegsmanna 17. mars 2011 07:00 Fiskveiðar Norsk skattayfirvöld hafa flett ofan af stórfelldum efnahagsbrotum sjávarútvegsfyrirtækja þar í landi. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.Fréttablaðið/Jón Sigurður Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftirlitið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna tilhneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármunir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegsfyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávarútvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skattayfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrirtækin séu sökuð um snúist um túlkunaratriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sambærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftirlitið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna tilhneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármunir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegsfyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávarútvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skattayfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrirtækin séu sökuð um snúist um túlkunaratriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sambærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira