Íslenskar útgerðir á umdeildu hafsvæði 23. febrúar 2011 10:15 Þorsteinn Már Baldvinsson Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana. Samningur ESB og Marokkó, sem útilokar ekki að veitt sé á landgrunni Vestur-Sahara, rennur út í lok mánaðar, en sjávarútvegsráðherrar ESB samþykktu á fundi á mánudag að ganga til samninga við Marokkó á ný. Þar var ekki minnst á stöðuna í Vestur-Sahara. Ekki var þó einhugur meðal aðildarríkja því að Svíþjóð, Danmörk og Bretland kusu gegn því að ganga til samninga við Marokkó, og Þýskaland og Finnland sátu hjá. Um er að ræða hagsmunamál fyrir ESB þar sem ellefu aðildarríki stunda veiðar innan svæðis Marokkó, þar með talið á hafsvæði Vestur-Sahara. Í gegnum árin hafa íslensk útgerðarfyrirtæki haslað sér völl á hafsvæðinu út frá vesturströnd Afríku og sum þeirra á hafsvæðinu umdeilda. Þeirra á meðal er Sæblóm, sem var með mikil umsvif í borginni Laayoune, en er nú gjaldþrota. Einn af fyrrum forsvarsmönnum Sæblóms, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi vitað af deilum, en hafi sjálfur ekki orðið var við þær á sínum tíma.Þá voru skip frá Samherja á umræddu svæði við veiðar á makríl, hestamakríl og sardínu. Heildarafli síðasta árs var 60.000 tonn, en Samherjaskip hafa hins vegar ekki verið þar síðustu mánuði, að sögn forstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már að þó að málið sé pólitískt umdeilt séu fjölmargir að veiðum á svæðinu. Skip Samherja hafi verið þrjú talsins fram á síðasta ár og bæði veitt úr kvóta ESB og samkvæmt samningi við stjórnvöld í Marokkó. Spurður hvort þeir hygðu á frekari veiðar á svæðinu í framtíðinni sagði Þorsteinn að málið væri í skoðun. Hann sagði deilurnar ekki munu hafa áhrif á framtíðarstefnu Samherja á svæðinu. „Nei. Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana. Samningur ESB og Marokkó, sem útilokar ekki að veitt sé á landgrunni Vestur-Sahara, rennur út í lok mánaðar, en sjávarútvegsráðherrar ESB samþykktu á fundi á mánudag að ganga til samninga við Marokkó á ný. Þar var ekki minnst á stöðuna í Vestur-Sahara. Ekki var þó einhugur meðal aðildarríkja því að Svíþjóð, Danmörk og Bretland kusu gegn því að ganga til samninga við Marokkó, og Þýskaland og Finnland sátu hjá. Um er að ræða hagsmunamál fyrir ESB þar sem ellefu aðildarríki stunda veiðar innan svæðis Marokkó, þar með talið á hafsvæði Vestur-Sahara. Í gegnum árin hafa íslensk útgerðarfyrirtæki haslað sér völl á hafsvæðinu út frá vesturströnd Afríku og sum þeirra á hafsvæðinu umdeilda. Þeirra á meðal er Sæblóm, sem var með mikil umsvif í borginni Laayoune, en er nú gjaldþrota. Einn af fyrrum forsvarsmönnum Sæblóms, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi vitað af deilum, en hafi sjálfur ekki orðið var við þær á sínum tíma.Þá voru skip frá Samherja á umræddu svæði við veiðar á makríl, hestamakríl og sardínu. Heildarafli síðasta árs var 60.000 tonn, en Samherjaskip hafa hins vegar ekki verið þar síðustu mánuði, að sögn forstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már að þó að málið sé pólitískt umdeilt séu fjölmargir að veiðum á svæðinu. Skip Samherja hafi verið þrjú talsins fram á síðasta ár og bæði veitt úr kvóta ESB og samkvæmt samningi við stjórnvöld í Marokkó. Spurður hvort þeir hygðu á frekari veiðar á svæðinu í framtíðinni sagði Þorsteinn að málið væri í skoðun. Hann sagði deilurnar ekki munu hafa áhrif á framtíðarstefnu Samherja á svæðinu. „Nei. Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira