„Börnin voru himinlifandi því forsetahjónin tóku sér tíma til að vera með þeim. Þau voru ekkert að flýta sér,“ segir Arna B. Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, kona hans, heimsóttu skólann í gærmorgun ásamt starfsmönnum forsetaembættisins og forkólfum í Hafnarfirði í tilefni þess að hann hlaut Íslensku menntaverðlaunin í fyrra.
Verðlaunin hlýtur sá skóli sem sinnt hefur vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi.
Nemendur skólans tóku á móti forsetahjónunum á skólalóðinni og fylgdust þau með viðburðum í íþróttahúsi og sundlaug skólans. Þá skoðuðu forsetahjónin kennslustofur og tóku þátt í hátíðardagskrá í þrjá klukkustundir þar sem nemendur og forráðamenn skólans kynntu starfsemi hans.- jab
