Efnislegar viðræður hefjast í sumar 25. febrúar 2011 06:00 Stefán Haukur Jóhannesson Gert er ráð fyrir að fyrsta skrefinu í formlegum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem hófust í nóvember ljúki í júní. Fram kom í máli Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í viðræðunum við ESB, á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) um aðildarviðræðurnar og kosti í peningamálum í gær, að fyrsta skrefið væri mjög tæknilegt. „Við höfum kallað þetta rýnivinnu, en hún felst í að sérfræðingar okkar rýna í og greina Evrópulöggjöfina og bera saman við okkar eigin löggjöf til þess að skilgreina nákvæmlega hvað ber í milli,“ segir Stefán Haukur, en þessi rýnivinna sé undanfari þess að hægt sé að hefja efnislegar viðræður. „Við erum um það bil hálfnuð í þessari vinnu núna.“ Stefán Haukur segir efnislegar viðræður hefjast þegar rýnivinnunni ljúki. „Og síðan af fullum þunga eftir sumarhlé á þessu ári.“ Fram kom í máli Stefáns að erfitt væri að segja til um það hvenær viðræðum lyki og til mögulegrar aðildar gæti komið að ESB. Íslendingar réðu hraðanum í viðræðunum og segðu svo af eða á um aðildarsamning þegar hann lægi fyrir. Stefán Haukur bendir á að þjóðaratkvæðagreiðslan þurfi nokkurn aðdraganda, svo fólk geti tekið upplýsta afstöðu til aðildarsamningsins. Verði hann staðfestur taki svo við fullgildingarferli hjá ESB sem gæti tekið eitt og hálft til tvö ár.- óká Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Gert er ráð fyrir að fyrsta skrefinu í formlegum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem hófust í nóvember ljúki í júní. Fram kom í máli Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í viðræðunum við ESB, á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) um aðildarviðræðurnar og kosti í peningamálum í gær, að fyrsta skrefið væri mjög tæknilegt. „Við höfum kallað þetta rýnivinnu, en hún felst í að sérfræðingar okkar rýna í og greina Evrópulöggjöfina og bera saman við okkar eigin löggjöf til þess að skilgreina nákvæmlega hvað ber í milli,“ segir Stefán Haukur, en þessi rýnivinna sé undanfari þess að hægt sé að hefja efnislegar viðræður. „Við erum um það bil hálfnuð í þessari vinnu núna.“ Stefán Haukur segir efnislegar viðræður hefjast þegar rýnivinnunni ljúki. „Og síðan af fullum þunga eftir sumarhlé á þessu ári.“ Fram kom í máli Stefáns að erfitt væri að segja til um það hvenær viðræðum lyki og til mögulegrar aðildar gæti komið að ESB. Íslendingar réðu hraðanum í viðræðunum og segðu svo af eða á um aðildarsamning þegar hann lægi fyrir. Stefán Haukur bendir á að þjóðaratkvæðagreiðslan þurfi nokkurn aðdraganda, svo fólk geti tekið upplýsta afstöðu til aðildarsamningsins. Verði hann staðfestur taki svo við fullgildingarferli hjá ESB sem gæti tekið eitt og hálft til tvö ár.- óká
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira