Ekki hróflað við áfengiskaupaaldri 26. febrúar 2011 07:00 Í ríkinu Áfram þarf fólk að hafa náð tuttugu ára aldri til að mega kaupa sér vín.fréttablaðið/pjetur Í bígerð er að breyta lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggja fram nýja áfengisstefnu stjórnvalda. Undirbúningur er á lokastigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er, að svo stöddu, hvorki áformað að heimila áfengisauglýsingar né lækka áfengiskaupaaldurinn. Ráðist er í lagabreytinguna og mótun nýrrar áfengisstefnu að undangenginni vinnu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar. Starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir rúmu ári. Helstu niðurstöður hans voru að gildandi löggjöf og markmið hennar endurspegluðu ekki framkvæmd og viðhorf til áfengismála. Í skýrslunni kom fram að í áfengisstefnu stjórnvalda hefði almennt verið miðað við að draga ætti úr neyslu áfengis. Taldi hópurinn svo víðtækt markmið óheppilegt og ekki í góðu samræmi við framkvæmd áfengismála. Á Norðurlöndunum væri stefnan fyrst og fremst að draga úr skaðlegri neyslu áfengis. Var mælt með að sú stefna yrði mörkuð hér. Starfshópurinn taldi þörf á endurskoðun áfengiskaupaaldursins í samræmi við önnur réttindi. Í skýrslu hans sagði meðal annars að svo virtist sem foreldrar veigruðu sér við að banna áfengisneyslu eftir átján ára aldur og að samfélagið virtist hafa samþykkt að í lagi væri að neyta áfengis við þau aldursmörk þótt lög kvæðu á um annað. Hvað sem því og öðru liði hnigju einnig rök til þess að halda í núverandi fyrirkomulag. Ef ætlunin væri að halda í núverandi aldur þyrfti að samræma lögræðisaldur og leyfilegan aldur inn á vínveitingastaði við áfengiskaupaaldur. Að mati starfshópsins er óraunhæft að ætla að hægt sé að koma algjörlega í veg fyrir auglýsingar áfengis. Lagði hann til að heimila bæri slíkar auglýsingar með miklum takmörkunum. Slíkt væri í samræmi við reglur flestra Norðurlandaþjóðanna og gerði eftirlit skilvirkara og eyddi réttaróvissu. Starfshópurinn taldi enn fremur óæskilegt að afnema einkasölu ríkisins á smásölu áfengis; þvert á móti ætti að styrkja stöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Í bígerð er að breyta lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggja fram nýja áfengisstefnu stjórnvalda. Undirbúningur er á lokastigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er, að svo stöddu, hvorki áformað að heimila áfengisauglýsingar né lækka áfengiskaupaaldurinn. Ráðist er í lagabreytinguna og mótun nýrrar áfengisstefnu að undangenginni vinnu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar. Starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir rúmu ári. Helstu niðurstöður hans voru að gildandi löggjöf og markmið hennar endurspegluðu ekki framkvæmd og viðhorf til áfengismála. Í skýrslunni kom fram að í áfengisstefnu stjórnvalda hefði almennt verið miðað við að draga ætti úr neyslu áfengis. Taldi hópurinn svo víðtækt markmið óheppilegt og ekki í góðu samræmi við framkvæmd áfengismála. Á Norðurlöndunum væri stefnan fyrst og fremst að draga úr skaðlegri neyslu áfengis. Var mælt með að sú stefna yrði mörkuð hér. Starfshópurinn taldi þörf á endurskoðun áfengiskaupaaldursins í samræmi við önnur réttindi. Í skýrslu hans sagði meðal annars að svo virtist sem foreldrar veigruðu sér við að banna áfengisneyslu eftir átján ára aldur og að samfélagið virtist hafa samþykkt að í lagi væri að neyta áfengis við þau aldursmörk þótt lög kvæðu á um annað. Hvað sem því og öðru liði hnigju einnig rök til þess að halda í núverandi fyrirkomulag. Ef ætlunin væri að halda í núverandi aldur þyrfti að samræma lögræðisaldur og leyfilegan aldur inn á vínveitingastaði við áfengiskaupaaldur. Að mati starfshópsins er óraunhæft að ætla að hægt sé að koma algjörlega í veg fyrir auglýsingar áfengis. Lagði hann til að heimila bæri slíkar auglýsingar með miklum takmörkunum. Slíkt væri í samræmi við reglur flestra Norðurlandaþjóðanna og gerði eftirlit skilvirkara og eyddi réttaróvissu. Starfshópurinn taldi enn fremur óæskilegt að afnema einkasölu ríkisins á smásölu áfengis; þvert á móti ætti að styrkja stöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira