Rapparinn Ghostface Killah til Íslands 10. mars 2011 10:00 Bandaríski rapparinn Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, stígur á svið á Nasa laugardagskvöldið 2. apríl í tilefni af tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival, RFF. „Þetta er einn af merkustu röppurum síðustu tuttugu ára," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum tónleikanna. „Hann hefur á sér goðsagnakenndan stimpil og er búinn að vera virkur og ferskur í langan tíma." Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta hipphoppsveit síðasta áratugar tuttugustu aldarinnar. Hljómsveitinni skaut upp á stjörnuhimininn með frumraun sinni Enter The Wu-Tang (36 Chambers) árið 1993. Þrátt fyrir að flestir hinna meðlima Wu-Tang Clan hafi gefið út sólóplötur eða hliðarverkefni á undan Ghostface þá hefur sólóferill hans verið farsælli en flestallra hinna. Undanfarið hefur hann komið fram á mörgum tískuvikum, þar á meðal í Kaupmannahöfn og London. Hann bað sérstaklega um að fá að koma fram á RFF-hátíðinni og tóku skipuleggjendur hennar vel í þá bón. Að sögn Steinþórs Helga hefði undir venjulegum kringumstæðum verið alltof dýrt að fá Ghostface til Íslands en vegna þess að um tískuhátíð er að ræða gengu samningaviðræðurnar greiðlega fyrir sig. Fimm manna hópur verður með honum á sviðinu á Nasa og telur Steinþór að líklegt sé að einhver annar úr Wu-Tang Clan taki einnig þátt í tónleikunum. Kanadíska söngkonan Peaches kom fram á Reykjavík Fashion Festival á síðasta ári við glimrandi góðar undirtektir. „Tónlistardagskráin gekk vonum framar í fyrra. Það var stappað á tónleikunum á Nasa og við vildum halda sömu partístemningu og hjá Peaches. Ég held að við höfum hitt naglann á höfuðið með Ghostface Killah," segir Steinþór. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn á Midi.is. Sin Fang kemur einnig fram á Nasa og líklegt er að aðrir listamenn bætist við dagskrána. freyr@frettabladid.is RFF Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
Bandaríski rapparinn Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, stígur á svið á Nasa laugardagskvöldið 2. apríl í tilefni af tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival, RFF. „Þetta er einn af merkustu röppurum síðustu tuttugu ára," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum tónleikanna. „Hann hefur á sér goðsagnakenndan stimpil og er búinn að vera virkur og ferskur í langan tíma." Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta hipphoppsveit síðasta áratugar tuttugustu aldarinnar. Hljómsveitinni skaut upp á stjörnuhimininn með frumraun sinni Enter The Wu-Tang (36 Chambers) árið 1993. Þrátt fyrir að flestir hinna meðlima Wu-Tang Clan hafi gefið út sólóplötur eða hliðarverkefni á undan Ghostface þá hefur sólóferill hans verið farsælli en flestallra hinna. Undanfarið hefur hann komið fram á mörgum tískuvikum, þar á meðal í Kaupmannahöfn og London. Hann bað sérstaklega um að fá að koma fram á RFF-hátíðinni og tóku skipuleggjendur hennar vel í þá bón. Að sögn Steinþórs Helga hefði undir venjulegum kringumstæðum verið alltof dýrt að fá Ghostface til Íslands en vegna þess að um tískuhátíð er að ræða gengu samningaviðræðurnar greiðlega fyrir sig. Fimm manna hópur verður með honum á sviðinu á Nasa og telur Steinþór að líklegt sé að einhver annar úr Wu-Tang Clan taki einnig þátt í tónleikunum. Kanadíska söngkonan Peaches kom fram á Reykjavík Fashion Festival á síðasta ári við glimrandi góðar undirtektir. „Tónlistardagskráin gekk vonum framar í fyrra. Það var stappað á tónleikunum á Nasa og við vildum halda sömu partístemningu og hjá Peaches. Ég held að við höfum hitt naglann á höfuðið með Ghostface Killah," segir Steinþór. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn á Midi.is. Sin Fang kemur einnig fram á Nasa og líklegt er að aðrir listamenn bætist við dagskrána. freyr@frettabladid.is
RFF Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira