Rukka í göng uns kostnaði er öllum náð 15. mars 2011 06:30 Göngin undir Vaðlaheiði eiga að vera 7,5 kílómetrar og stytta leiðina úr Eyjafirði yfir í Fnjóskadal, og þar með hringveginn, um sextán kílómetra. Þau eiga að vera tilbúin í árslok 2014. „Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði. FÍB telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en þeir 10,4 milljarðar sem gert er ráð fyrir. Reiknað sé með allt of lágum vöxtum. Umferð um göngin verði minni en spáð sé og dýrara veggjald þurfi en áætlað er. Mannvirkið muni ekki standa undir sér og kostnaðurinn lenda á skattgreiðendum, sem þannig verði af öðrum brýnni samgöngumannvirkjum. „Þeir hefðu vel getað leitað sér betri upplýsinga. Ég held að þeir hafi hvorki forsendur til að reikna kostnað né hvernig gangi að borga hann til baka. Jarðgöng sem hafa verið byggð síðustu tíu til tuttugu árin hafa verið á sérstakri fjárveitingu hjá ríkinu en ekki verið tekin af mörkuðum tekjum teljum til vegmála," segir ," segir Hreinn Haraldsson um útreikninga og athugasemdir FÍB.Hreinn Haraldsson.Þá telur vegamálastjóri ekki rétt hjá FÍB að veggjaldið þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki um 800 krónur eins áætlanir segja til um. Það sama gildi um vextina af fjármagnskostnaðinum sem áætlaðir eru um 3 prósent en FÍB telur að verði mun hærri. „FÍB er að rugla þessu saman við einhverja áhættuvexti. Þetta eru ríkistryggð skuldabréf sem verða boðin út og eru án áhættu og með allra lægstu vöxtum," segir Hreinn. FÍB telur að vegna veggjaldsins muni margir velja að aka um Víkurskarð í stað þess að borga í göngin. Hreinn segir rétt að ef gjaldið verði verulega hærra en það sem menn spari þá velji þeir heiðina. Hins vegar sé um að ræða sextán kílómetra styttingu. FÍB sjálft reikni kostnað á hvern ekinn kílómetra sem 60 krónur og samkvæmt því spari menn 960 krónur á móti veggjaldinu. „Það er alveg sama hvað FÍB segir, veggjaldið verður lægra en þúsund krónur," segir Hreinn, sem kveður FÍB-menn á villigötum. „Ég heyri að félagsmenn þeirra út á landi eru almennt ekki mjög sáttir og finnst þeir ekki vera að spila réttan leik í þessu. Það er hægt að vera svartsýnn og bjartsýnn. Þeir sem unnið hafa að þessu hafa reynt að hafa fæturna á jörðinni og ekki verið með neinar bjartsýnisspár," segir vegamálastjóri. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
„Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði. FÍB telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en þeir 10,4 milljarðar sem gert er ráð fyrir. Reiknað sé með allt of lágum vöxtum. Umferð um göngin verði minni en spáð sé og dýrara veggjald þurfi en áætlað er. Mannvirkið muni ekki standa undir sér og kostnaðurinn lenda á skattgreiðendum, sem þannig verði af öðrum brýnni samgöngumannvirkjum. „Þeir hefðu vel getað leitað sér betri upplýsinga. Ég held að þeir hafi hvorki forsendur til að reikna kostnað né hvernig gangi að borga hann til baka. Jarðgöng sem hafa verið byggð síðustu tíu til tuttugu árin hafa verið á sérstakri fjárveitingu hjá ríkinu en ekki verið tekin af mörkuðum tekjum teljum til vegmála," segir ," segir Hreinn Haraldsson um útreikninga og athugasemdir FÍB.Hreinn Haraldsson.Þá telur vegamálastjóri ekki rétt hjá FÍB að veggjaldið þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki um 800 krónur eins áætlanir segja til um. Það sama gildi um vextina af fjármagnskostnaðinum sem áætlaðir eru um 3 prósent en FÍB telur að verði mun hærri. „FÍB er að rugla þessu saman við einhverja áhættuvexti. Þetta eru ríkistryggð skuldabréf sem verða boðin út og eru án áhættu og með allra lægstu vöxtum," segir Hreinn. FÍB telur að vegna veggjaldsins muni margir velja að aka um Víkurskarð í stað þess að borga í göngin. Hreinn segir rétt að ef gjaldið verði verulega hærra en það sem menn spari þá velji þeir heiðina. Hins vegar sé um að ræða sextán kílómetra styttingu. FÍB sjálft reikni kostnað á hvern ekinn kílómetra sem 60 krónur og samkvæmt því spari menn 960 krónur á móti veggjaldinu. „Það er alveg sama hvað FÍB segir, veggjaldið verður lægra en þúsund krónur," segir Hreinn, sem kveður FÍB-menn á villigötum. „Ég heyri að félagsmenn þeirra út á landi eru almennt ekki mjög sáttir og finnst þeir ekki vera að spila réttan leik í þessu. Það er hægt að vera svartsýnn og bjartsýnn. Þeir sem unnið hafa að þessu hafa reynt að hafa fæturna á jörðinni og ekki verið með neinar bjartsýnisspár," segir vegamálastjóri. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira